Fyrsti Gildagur ársins á morgun

Á morgun laugardaginn 9. febrúar er Gildagur í Listagilinu og verður það lokað fyrir bílaumferð frá kl. 14-17.

Búast má við hálfgerðri karnivalstemningu í Listagilinu með opnunum sýninga víðsvegar um Listagilið þar sem ber hæst opnun í Listasafninu á tveimur sýningum. Annars vegar Superblack eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og Margréti Jónsdóttur og hins vegar Áttir/Directions eftir Tuma Magnússon. Einnig verða opnar vinnustofur, verslanir verða með tilboð og gestum boðið að prófa einþrykk í Deiglunni.

Nánar er hægt að glöggva sig á lokun Listagilsins á meðfylgjandi mynd.

Hægt er að skoða dagskrá Gildagsins á gildagur.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan