Gildagur á laugardaginn

Fimmti Gildagur ársins í Listagilinu er laugardaginn 1. júní og verður myndlistarsýningin Talaðu við mig!/Runā ar mani!/Talk to Me! opnuð í Listasafninu á Akureyri. Þar verða sýnd verk nítján lettneskra listamanna. Einnig verður opnuð ný sýning í Rösk rými og þar verður örsmiðja fyrir börn í boði. Seinni helgi sýningarinnar „Auga fyrir Auga" er í Mjólkurbúðinni og tilboð í verslunum, opnar vinnustofur og margt fleira í boði.

Vegna Gildagsins er Listagilið einungis opið gangandi vegfarendum milli kl. 14-17. Hægt verður að komast að bílastæðum efst og neðst í Listagilinu.

Lokanir í Listagilinu frá kl. 14-17 sjást á meðfylgjandi mynd.

Dagskrá dagsins er á Gildagur.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan