Gangbrautarljósin á Hörgárbraut

Kveikt var á nýju gangbrautarljósunum á Hörgárbraut norðan við Glerárbrú þriðjudaginn 6. nóvember. Lokið var við allan frágang við gangbrautina og uppsetningu staura síðasta sumar en því miður varð talsverð töf á afhendingu ljósanna og stýribúnaðar þeirra.

Ljósin eru dönsk og af afar fullkominni gerð. Tölva sem stýrir ljósunum sendir frá sér boð ef bilanir verða og hnapparnir á gangbrautarljósunum eru með skynjara sem nemur umferðarhávaða og hækkar og lækkar hljóðmerki til samræmis við hann. Þá eru í ljósunum LED perur sem endast miklu mun lengur en annars konar perur. Loks eru ofan á hnöppunum eins konar „þreififlötur" sem gefur blindum og sjónskertum til kynna hvernig leiðin yfir götuna er, þ.e.a.s. að tvær akreinar eru í hvora átt og á miðri leið er umferðareyja.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan