Gámar undir jólatré

Gámum undir jólatré hefur verið komið fyrir við báðar verslanir Bónus, Hagkaup og verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Einnig stóð til að setja slíka gáma við Kaupang og Hrísalund en það tekst því miður ekki, því þar er mikill snjór og lítið pláss. 

Íbúar eru hvattir til að koma jólatrjám í þessa gáma. 

Starfsmenn bæjarins fjarlægja í þessari viku jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk. Eins hafa starfsmenn nú þegar tínt um það bil fimm tonn af flugeldarestum sem hafði verið komið fyrir víða um bæinn. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan