Gæðastundir í góðum félagsskap

Kynningar á starfsemi félagsmiðstöðvanna Sölku og Birtu verða 15. og 16. september.

Félagsmiðstöðvar fólksins eru staðsettar í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22 og þangað eru allir velkomnir. 

Kynning í Sölku Viðilundi 15. september kl. 13-15. 

Kynning í Birtu Bugðusíðu 16. september kl. 10-12. 

Farið verður yfir fjölbreytt starf vetrarins, svo sem nýjar vinnustofur í leir, gleri og myndlist að ógleymdu afþreyingarherbergi. Auk þess verður glæsileg kynning frá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands á krosssaumi Karólínu. Hægt verður að skrá sig á námskeið haustsins. 

EBAK kynnir starfsemi sína. Fjölbreytt heilsuefling í boði. 

Komdu í kaffi og súkkulaðiköku, skemmtilegt spjall og sjáðu hvað er í boði - gæðastundir í góðum félagsskap. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan