Fyrsta skemmtiferðaskipið

Mynd: María Tryggvadóttir
Mynd: María Tryggvadóttir

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar klukkan átta á laugardaginn 13. maí, og heldur aftur úr höfn um kl. hálf fimm síðdegis. Skipið nefnist Celebrity Eclipse og er 121.878 brúttólestir. Alls koma um 2.900 farþegar auk áhafnar.

Í sumar koma 122 skemmtiferðaskip til Akureyrar með um 115.000 farþega auk áhafnar en þau voru 92 sumarið 2016 með alls 85.000 farþega og er fjölgunin því umtalsverð milli ára. Næsta skip með um 200 farþega er væntanlegt til hafnar laugardaginn 20. maí en það nefnist Ocean Diamond, það skip hefur einnig viðkomu í Grímsey og kemur þangað 19.maí. Samtals koma 29 skip til Grímseyjar í sumar en voru aðeins 11 í fyrra.

Nánari upplýsingar um skipakomur sumarsins má finna á http://port.is/index.php?pid=65&csyear=2017#2017-5-4

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan