Fundur í bæjarstórn þriðjudaginn 2. október

Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9
Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. október. Á dagskránni verður meðal annars viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018, ráðningarsamningur við bæjarstjóra, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og skýrsla bæjarstjóra.

Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.

Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í fundarsal á 1. hæð Ráðhúss en ekki í Hömrum i Hofi eins og venjulega. Fundurinn er öllum opinn. Sjónvarpað er frá fundinum daginn eftir, miðvikudaginn 3. október kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Upptökur frá bæjarstjórnarfundum má nálgast hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan