Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 1. febrúar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 1. febrúar. Á dagskránni er meðal annars umsókn um breytingu á deiliskipulagi við Hofsbót 2, umfjöllun um safnastefnu Akureyrarbæjar og húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar.

Sjá dagskrá fundarins í heild sinni.

Að þessu sinni verður um fjarfund að ræða. Eftir sem áður verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi og hægt að nálgast upptöku á vefsíðu bæjarins en upptökur eru að jafnaði aðgengilegar daginn eftir fund. Vegna aðstæðna að þessu sinni má búast við að upptaka frá bæjarstjórnarfundinum verði ekki aðgengileg á heimasíðunni fyrr en tveimur til þremur dögum eftir fund.

Hér má finna upptökur og streymi frá bæjarstjórnarfundum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan