Fundur í bæjarstjórn 6. desember

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 6. desember nk. kl. 16.

Fundurinn verður haldinn í fundarsal á 1. hæð í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, og er öllum opinn.

Á dagskránni er meðal annars seinni umræða um fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar, gjaldskrár 2023, skipulagsmál og reglur um stoðþjónustu og notendasamninga. 

Hér er hægt að skoða dagskrá fundarins.

Fundurinn verður tekinn upp og gerður aðgengilegur hér á heimasíðunni að honum loknum. Hér má finna upptökur frá bæjarstjórnarfundum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan