Fróðlegur fundur um fjárhagsáætlun

Á miðvikudagskvöld var haldinn vel heppnaður íbúafundur í Brekkuskóla undir yfirskriftinni „hvert fara peningarnir okkar?“ Tilgangur fundarins var að kynna á mannamáli fjárhagsáætlun næsta árs, sem og að ræða um stærstu verkefni og framkvæmdir framundan á vegum Akureyrarbæjar. 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, var með framsögu í byrjun og að henni lokinni gafst fólki kostur á að spyrja og ræða við formenn ráða Akureyrarbæjar. Ágætlega var mætt á fundinn og sköpuðust góðar og fróðlegar umræður. Fundargestir gátu bæði borið fram spurningar munnlega úr sal eða notað símana til þess með vefsíðunni www.sli.do. 

Fram komu fjölmargar frábærar spurningar og gafst ekki tími til að svara þeim öllum. Enginn þarf þó að örvænta því að þeim verður svarað skriflega hér á heimasíðunni á allra næstu dögum, auk nokkurra annarra spurninga sem brunnu sérstaklega á fundargestum. 

Hér er hægt að skoða glærukynningu frá fundinum. 

 

 

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan