Frítt í sund og zumba

Myndina tók Almar Alfreðsson í Sundlaug Akureyrar fyrr í dag.
Myndina tók Almar Alfreðsson í Sundlaug Akureyrar fyrr í dag.

Heilsuátakinu "Akureyri á iði" lýkur í dag en það hefur staðið yfir allan maímánuð. Botninn verður sleginn í átakið með miklum glæsibrag í veðurblíðu því frítt er í sundlaugar bæjarins og kl. 17.30 verður boðið upp á Aqua Zumba undir stjórn Evu Reykjalín í Sundlaug Akureyrar.

Frístundaráð þakkar þeim sem tóku þátt í "Akureyri á iði" fyrir samstarfið og óskar um leið öllum góðs heilsu- og hreyfingarsumars.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan