Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Álagningu fasteignagjalda lokið hjá Akureyrarbæ

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.
Lesa fréttina Álagningu fasteignagjalda lokið hjá Akureyrarbæ
Dagskrá Listasafnsins á Akureyri 2025 kynnt

Dagskrá Listasafnsins á Akureyri 2025 kynnt

Á kynningarfundi sem haldinn var í Listasafninu á Akureyri í gær var dagskrá ársins 2025, ný árbók og komandi starfsár kynnt. Einnig var formlega tilkynnt um útgáfu sérstakrar bókar um sýningaröðina Sköpun bernskunnar, þar sem skólabörn og starfandi listafólk leiða árlega saman hesta sína í Listasafninu. Árbók safnsins er nú öllum aðgengileg og gjaldfrjáls í anddyri safnsins auk valdra staða á Akureyri.
Lesa fréttina Dagskrá Listasafnsins á Akureyri 2025 kynnt
Fundur í bæjarstjórn 4. febrúar

Fundur í bæjarstjórn 4. febrúar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar þriðjudaginn 4. febrúar næstkomandi kl. 16.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 4. febrúar
Eftir frost síðustu daga eru breytingar fram undan.

Mikilvægt að hreinsa niðurföll við heimili og vinnustaði

Veðurspár gera ráð fyrir lægðagangi á næstu dögum og er búist við asahláku víða um land.
Lesa fréttina Mikilvægt að hreinsa niðurföll við heimili og vinnustaði
Ótal hugmyndir reifaðar á Stórþingi ungmenna í Hofi

Ótal hugmyndir reifaðar á Stórþingi ungmenna í Hofi

Fjörmiklar umræður ómuðu um salinn Hamraborg í Hofi í morgun þegar þar var haldið Stórþing ungmenna á Akureyri. Unga fólkið ræddi allt á milli himins og jarðar sem snertir á einn eða annan hátt daglegt líf þess í bænum. Ótal hugmyndir svifu um salinn hvort heldur sem rætt var um tómstundastarf ungmenna, skólastarfið, andlega líðan, orðræðu á samfélagsmiðlum eða hvaðeina annað.
Lesa fréttina Ótal hugmyndir reifaðar á Stórþingi ungmenna í Hofi
Mynd frá hrisey.is

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra í sumar

Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra verður haldin dagana 18.-21. júní 2025.
Lesa fréttina Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra í sumar
Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju

Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í að byggja verkið Þjónustuhús á Torfunefsbryggju eins og því er lýst í útboðsgögnum.
Lesa fréttina Útboð - Þjónustuhús á Torfunefsbryggju
Fyrirtækjaþing Akureyrar fer fram í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 14-16.

Óskað eftir þátttakendum úr atvinnulífi á Fyrirtækjaþing Akureyrar

Fyrirtækjaþing Akureyrar fer fram í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 13. febrúar kl. 14-16.
Lesa fréttina Óskað eftir þátttakendum úr atvinnulífi á Fyrirtækjaþing Akureyrar
Talið frá vinstri: Guðmundur Bjarnar Guðmundsson, Hrefna Brynjólfsdóttir, Erlingur Kristjánsson og K…

Heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar

Á íþróttahátíð Akureyrarbæjar og ÍBA sem haldin var í Hofi í síðustu viku voru veittar fjórar heiðursviðurkenningar fyrir vel unnin störf í þágu félags-, íþrótta- og æskulýðsmála í bænum. Þær hlutu Björn Halldór Sveinsson úr Þór, Erlingur Kristjánsson og Hrefna Brynjólfsdóttir úr KA, og Guðmundur Bjarnar Guðmundsson úr Skíðafélagi Akureyrar.
Lesa fréttina Heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar
Hér er öllu til tjaldað – Tjaldsvæðisreit breytt í íbúðabyggð

Hér er öllu til tjaldað – Tjaldsvæðisreit breytt í íbúðabyggð

Akureyrarbær kynnir drög að deiliskipulagi fyrir Tjaldsvæðisreitinn við Þórunnarstræti.
Lesa fréttina Hér er öllu til tjaldað – Tjaldsvæðisreit breytt í íbúðabyggð
Skýringaruppdráttur af skipulagssvæðinu

Tjaldsvæðisreitur - drög að breytingu á deiliskipulagi

Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi drög að endurskoðuðu deiliskipulagi tjaldsvæðisreits skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jón Hjaltason óháður situr hjá við afgreiðslu málsins. Þórhallur Jónsson D-lista situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað eftirfarandi: Ég tel að nýtingin á Tjaldsvæðisreit sé ekki nægileg og fjölga ætti íbúðum um 60 og hækka húsin í suðausturhorni reitsins. Skuggavarp af þeim byggingum hefði ekki áhrif á neina íbúa í nágrenni. Eins tel ég að stígur sem liggur norður - suður þurfi að hlykkjast vegna vinda.
Lesa fréttina Tjaldsvæðisreitur - drög að breytingu á deiliskipulagi