Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Eva Hrund Einarsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen

Eva Hrund og Ingibjörg Ólöf í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir einu sinni í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 4. febrúar verða bæjarfulltrúarnir Eva Hrund Einarsdóttir og Ingibjörg Ólöf Isaksen í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Eva Hrund og Ingibjörg Ólöf í viðtalstíma
Menningarhúsið Hof

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. febrúar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. febrúar.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. febrúar
Frábærar aðstæður til útivistar

Frábærar aðstæður til útivistar

Þó einungis séu örfáir dagar síðan bærinn fór allur á kaf undir þykkan snjó þá er nú fært um allar götur og helstu stíga bæjarins og eru aðstæður til útivistar með besta móti.
Lesa fréttina Frábærar aðstæður til útivistar
Álagning fasteignagjalda 2021

Álagning fasteignagjalda 2021

Álagningu fasteignagjalda er lokið hjá Akureyrarbæ og eru álagningarseðlar aðgengilegir fasteignaeigendum í þjónustugátt sveitarfélagsins og á island.is.
Lesa fréttina Álagning fasteignagjalda 2021
Bláu línurnar afmarka athafnasvæðið sem leigt verður.

Athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg – útboð á landleigu

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsir til leigu athafnasvæði sunnan Hlíðarfjallsvegar
Lesa fréttina Athafnasvæði við Hlíðarfjallsveg – útboð á landleigu
Strætisvagnar Akureyrarbæjar

Útboð á metan strætisvagni

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í kaup á metan strætisvagni fyrir hönd Strætisvagna Akureyrarbæjar. Útboðið er boðið út á EES svæðinu og er tungumál útboðsins íslenska.
Lesa fréttina Útboð á metan strætisvagni
Akureyrarbær er barnvænt sveitarfélag.

Mælaborð um velferð barna

Akureyrarbær er að taka í notkun mælaborð sem hefur að geyma safn upplýsinga um velferð og stöðu barna og ungmenna innan sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Mælaborð um velferð barna
Starfsfólk Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar að störfum í kirkjutröppunum.

Bilun í hitakerfinu í kirkjutröppunum

Vegna bilunar hefur verið slökkt á snjóbræðslukerfinu í kirkjutröppunum tímabundið. Þar af leiðandi getur myndast meiri hálka en venjulega og er fólk beðið um að fara sérstaklega varlega.
Lesa fréttina Bilun í hitakerfinu í kirkjutröppunum
Þátttakendur í textílvinnustofunni. Mynd: Almar Alfreðsson.

Mjúk og litrík sýning í Listasafninu

Um síðustu helgi fór fram í Listasafninu á Akureyri fyrsta listvinnustofa verkefnisins Allt til enda - listvinnustofur barna. Textíllistakonan Lilý Erla Adamsdóttir kenndi börnum á aldrinum 8-12 ára einföld útsaumsspor og aðferðir við gerð mismunandi áferðar með garni. Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkið í samstarfi við Lilý Erlu, hengja upp og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem sett var upp í safnfræðslurými Listasafnsins.
Lesa fréttina Mjúk og litrík sýning í Listasafninu
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Afleitt veður í Grímsey

Veðrið hefur verið afar vont í Grímsey síðustu vikuna eða svo. Sjómenn tóku upp netin fyrir viku enda stefndi í að ekki yrði hægt að vitja þeirra á næstunni og því hætta á að net myndu skemmast og sömuleiðis aflinn.
Lesa fréttina Afleitt veður í Grímsey
Vetrartíð á Akureyri. Ljósmynd: María H. Tryggvadóttir.

Snjómokstur í öllum hverfum

Unnið er að snjómokstri af fullum krafti. Samtals eru 33 tæki í notkun og er unnið í öllum hverfum bæjarins.
Lesa fréttina Snjómokstur í öllum hverfum