Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Frá Akureyrarvöku í fyrra. Mynd: Helga Gunnlaugsdóttir.

Viltu vera með á Akureyrarvöku?

Nú er unnið að undirbúningi Akureyrarvöku sem haldin verður 30.-31. ágúst nk. Akureyrarstofa auglýsir eftir skemmtilegum og skapandi hugmyndum að atriðum eða uppákomum sem tengst gætu hátíðinni og sett á hana alls kyns litrík blæbrigði.
Lesa fréttina Viltu vera með á Akureyrarvöku?
Miðaldastemning á Gásum

Miðaldadagar um helgina

Hvernig væri að bregða sér til miðalda? Það er hægt á Gásum rétt utan við Akureyri þar sem Miðaldadagar á Gásum verða haldnir hátíðlegir helgina 20. og 21. júlí. Á hátíðinni færist árlega líf og fjör yfir verslunarstaðinn sem er endurskapaður á tilgátusvæði með tilheyrandi miðaldamannlífi.
Lesa fréttina Miðaldadagar um helgina
Frá undirritun samninganna á Laugarbakka. Mynd af heimasíðu Byggðastofnunar.

Orkuskipti og bætt orkunýting í Grímsey

Á fundi Byggðastofnunar og framkvæmdastjóra og formanna landshlutasamtaka sveitarfélaga á Laugarbakka í Miðfirði þann 3. júní sl. voru undirritaðir samningar um styrki til sex landshlutasamtaka vegna sjö verkefna. Styrkirnir eru veittir á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni var 71,5 milljónum króna úthlutað fyrir árið 2019, en alls bárust 19 umsóknir um styrki að fjárhæð rúmar 278 m.kr.
Lesa fréttina Orkuskipti og bætt orkunýting í Grímsey
Mynd af heimasíðu Amtsbókasafnsins.

Sumarlestur ungmenna 2019

Í sumar bryddar Amtsbókasafnið upp á þeirri nýjung að standa fyrir sérstakri sumarlestraráskorun fyrir ungmenni á aldrinum 14-20 ára.
Lesa fréttina Sumarlestur ungmenna 2019
Gildagur á Listasumri

Gildagur á Listasumri

Sjötti Gildagur ársins í Listagilinu er á morgun, laugardaginn 13. júlí, og þar sem Listasumar er í fullum gangi verður nóg um að vera.
Lesa fréttina Gildagur á Listasumri
Kimberly og Marlene að störfum í Húna II.

Kaffi og vöfflur í Húna II

Gamli eikarbáturinn Húni II verður við Torfunefsbryggju í júlí og eru gestir og gangandi hjartanlega velkomnir um borð frá kl. 10-15 alla virka daga.
Lesa fréttina Kaffi og vöfflur í Húna II
Hríseyjarhátíðin

Hríseyjarhátíðin

Hríseyjarhátíðin verður haldin um næstu helgi og er búist við góðri aðsókn enda dagskráin skemmtileg og veðurspáin góð.
Lesa fréttina Hríseyjarhátíðin
Mynd: Kristján Bergmann Tómasson.

Sumaropnun í Hlíðarfjalli

Hlíðarfjall á Akureyri opnar stólalyftuna Fjarkann annað sumarið í röð fimmtudagskvöldið 11. júlí 2019. Fjallahjólabrautir Hlíðarjalls njóta mikilla vinsælda og margt fólk fer upp með lyftunni til að njóta frábærs útsýnis yfir fjörðinn og bæinn. Göngufólk getur líka tekið lyftuna á leið sinni upp á fjallstopp. Viðtökur sumarið 2018 fóru fram úr björtustu vonum og búist er við góðu sumri í ár.
Lesa fréttina Sumaropnun í Hlíðarfjalli
Einnota tíska?

Einnota tíska?

Einnota tíska (fast fashion) er ofarlega í umræðunni um umhverfismál þessa dagana og skyldi engan undra. Mikil ofneysla er á fatnaði í heiminum.
Lesa fréttina Einnota tíska?
Á myndinni má sjá áburðadreifarann næst okkur og fjær er sútunartromlan. Göngustígurinn liggur meðfr…

Safnaleiðin verði skýrari

Í gær var unnið að því að færa safngripi í eigu Iðnaðarsafnsins að gönguleiðinni sem liggur frá Skautahöllinni og suður að söfnunum tveimur við Krókeyri, Iðnaðarsafninu og Mótorhjólasafninu.
Lesa fréttina Safnaleiðin verði skýrari
Mynd af heimasíðu N1 mótsins.

Fjölmennasta N1 mótið frá upphafi

Þrítugasta og þriðja N1 mótið í knattspyrnu hefst á Akureyri í dag, 3. júlí og stendur til 6. júlí. N1 mótið er einn stærsti og vinsælasti íþróttaviðburður ársins hérlendis. Rétt tæplega 2.000 ungir drengir leggja land undir fót og etja kappi í vinsælustu íþróttagrein landsins á móti sem fyrir löngu hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögubækur Íslands.
Lesa fréttina Fjölmennasta N1 mótið frá upphafi