Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Valgerður H. Bjarnadóttir sem fékk viðurkenningu frístundarráðs fyrir einstaklings framlag til jafnr…

Fjórar viðurkenningar veittar fyrir framlag til jafnréttismála

Á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu á sumardaginn fyrsta var tilkynnt um jafnréttisviðurkenningar Akureyrarbæjar auk fleiri viðurkenninga. Árlega er veitt viðurkenning þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Akureyrarbæjar, einstaklingi eða félagi sem hefur að mati frístundaráðs staðið sig best við framgang jafnréttismála á Akureyri, að undangenginni auglýsingu eftir tilnefningum.
Lesa fréttina Fjórar viðurkenningar veittar fyrir framlag til jafnréttismála
Mynd: Ingvar Teitsson

Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn 2019 var haldin sl. sunnudag en hann fór fram um land allt. Með plokki er átt við að tína upp plast og annað rusl úr náttúrunni og koma því í endurvinnslu.
Lesa fréttina Stóri plokkdagurinn
Hilda Jana Gísladóttir og Hlynur Jóhannsson

Hilda Jana og Hlynur í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí.
Lesa fréttina Hilda Jana og Hlynur í viðtalstíma
Skólaleikur

Skólaleikur

Verðandi fyrstu bekkingum í grunnskólum Akureyrar stendur til boða tveggja vikna aðlögunartímabil að verðandi grunnskóla.
Lesa fréttina Skólaleikur
Mynd: María Tryggvadóttir

Pálmi Gunnarsson er bæjarlistamaður Akureyrar

Í gær var tilkynnt á Vorkomu stjórnar Akureyrarstofu um val á bæjarlistamanni Akureyrar 2019-2020 og varð tónlistarmaðurinn, rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Pálmi Gunnarsson þess heiðurs aðnjótandi. Pálmi á að baki langan starfsferil og fyrir löngu orðinn landsþekktur listamaður sem söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar fyrir hartnær hálfri öld.
Lesa fréttina Pálmi Gunnarsson er bæjarlistamaður Akureyrar
Gullvetur að baki í íþróttalífinu á Akureyri

Gullvetur að baki í íþróttalífinu á Akureyri

Í gær lauk blaktímabilinu og um leið náði KA sögulegu afreki með því að verða fyrsta félagið til að verða handhafi Íslands-, deildar- og bikarmeistaratitlanna karla og kvenna á sama tímabili. Árangurinn var ekki síðri hjá Skautafélagi Akureyrar í vetur þar sem karla- og kvennalið félagsins sigruðu öll mót ársins í íshokkí, þ.e. bæði Íslands- og deildarmeistarar og karlaliðið vann einnig bikarmeistaratitilinn.
Lesa fréttina Gullvetur að baki í íþróttalífinu á Akureyri
Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn

Eyfirski safnadagurinn fer fram á morgun, sumardaginn fyrsta. Viðburðurinn hóf göngu sína árið 2007 og hefur verið haldinn árlega síðan. Markmiðið er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð. Enginn aðgangseyrir er að söfnunum á Eyfirska safnadeginum. Í tilefni komu sumarsins munu 16 söfn og sýningar opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi kl. 13-17. Þema dagsins í ár er: ferðalög.
Lesa fréttina Eyfirski safnadagurinn
Andrésar andar leikarnir 2019

Andrésar andar leikarnir 2019

Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum verða haldnir af Skíðafélagi Akureyrar í Hlíðarfjalli við Akureyri dagana 24.-27. apríl 2019. Andrésarleikarnir eru eitt stærsta skíðamót landsins með um 1000 keppendur á aldrinum 4-15 ára ár hvert. Þeim fylgja þjálfara, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2500-3000 manns sæki leikana.
Lesa fréttina Andrésar andar leikarnir 2019
Dagur umhverfisins 25. apríl

Dagur umhverfisins 25. apríl

Haldið verður upp á Dag umhverfisins á Akureyri fimmtudaginn 25. apríl.
Lesa fréttina Dagur umhverfisins 25. apríl
Bókmenntahátíð í Menningarhúsinu Hofi

Bókmenntahátíð í Menningarhúsinu Hofi

Bókmenntahátíð hefst í dag, þriðjudaginn 23. apríl í Menningarhúsinu Hofi. Dagskrá hátíðarinnar er unnin í afar góðu samstarfi Menningarfélags Akureyrar og Amtsbókasafnsins á Akureyri við Bókmenntahátíðina í Reykjavík. Bókmenntahátíðin hefst hér norðan heiða degi áður en Bókmenntahátíðin í Reykjavík er sett. Boðið verður uppá tvo viðburði með þátttöku hins bandaríska rithöfundar lily King og Hallgríms Helgasonar rithöfundar og handhafa íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018.
Lesa fréttina Bókmenntahátíð í Menningarhúsinu Hofi
Starfsmenn vinnuskólans að störfum.

Vinnuskóli Akureyrar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um Vinnuskóla Akureyrar og rennur umsóknarfrestur út 15. maí n.k. Í vinnuskólanum starfa 14-17 ára unglingar.
Lesa fréttina Vinnuskóli Akureyrar