Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fulltrúar þeirra sem standa að þjónustumiðstöðinni fyrir framan Gamla spítalann í blíðviðrinu á Akur…

Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis

Í dag var þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi opnuð formlega að Aðalstræti 14 á Akureyri, í húsinu sem kallað hefur verið Gamli spítali.
Lesa fréttina Þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Barnahús opnað á Akureyri

Barnahús opnað á Akureyri

Í morgun var opnað á Akureyri Barnahús á Norðurlandi sem er fyrsta útibúið frá Barnahúsi í Reykjavík. Opnun útibúsins felur í sér að til staðar verður sérútbúin aðstaða fyrir börn sem fá meðferðarviðtöl frá Barnahúsi.
Lesa fréttina Barnahús opnað á Akureyri
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Vorið nálgast norður við heimskautsbaug

Svartfuglinn er nú þegar sestur upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn kominn að eyjunni. Svafar Gylfason, íbúi í Grímsey sem er við grásleppuveiðar þessa dagana sá til fyrstu lundana um helgina og segir að þeir séu um viku fyrr á ferðinni en áður var, en hann hefur skráð komu þeirra undanfarin 19 ár.
Lesa fréttina Vorið nálgast norður við heimskautsbaug
Opnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi

Opnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi

Opnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi mánudaginn 1. apríl 2019 athöfn í Gamla spítala.
Lesa fréttina Opnun þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi
Mynd: María Helena Tryggvadóttir

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. apríl

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. apríl.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. apríl
Frá fundinum síðasta þriðjudag.

Upptaka frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins

Upptaka frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins sem haldinn var í Menningarhúsinu Hofi síðasta þriðjudag er nú komin á Akureyri.is.
Lesa fréttina Upptaka frá bæjarstjórnarfundi unga fólksins
Boðið var í stuttan reynsluakstur á nýja vagninum í gær. Fremst sitja Andri Teitsson formaður umhver…

Nýr metanstrætó til bæjarins

Í gær fékk Akureyrarbær formlega afhentan þriðja og síðasta metanstrætisvagninn sem sveitarfélagið kaupir samkvæmt samningi frá 2017. Vagninn er af gerðinni Scania en fyrir eru tveir slíkir vagnar í aktri á Akureyri sem reynst hafa ljómandi vel.
Lesa fréttina Nýr metanstrætó til bæjarins
Málþing um loftlagsmál

Málþing um loftlagsmál

Málþing um loftlagsmál haldið 28. mars af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lesa fréttina Málþing um loftlagsmál
Mikeal Blær með verðlaun og viðurkenningarskjal. Mynd af heimasíðu Síðuskóla.

Stærðfræðingar í Síðuskóla

Tveir nemendur úr Síðuskóla stóðu sig prýðilega í Pangea-stærðfræðikeppninni sem fram fór í Menntaskólanum við Hamrahlíð um síðustu helgi. Mikael Blær Hauksson úr 8. bekk lenti í 3. sæti með 27 stig og Hildur Arnarsdóttir úr 9. bekk hreppti 18. sæti með 22 stig. Frábær árangur hjá þeim báðum.
Lesa fréttina Stærðfræðingar í Síðuskóla
Mynd: Auðunn Níelsson.

Rekstur í jafnvægi

Ársreikningar Akureyrarbæjar fyrir árið 2018 voru lagðir fram í bæjarráði í dag. Rekstur samstæðunnar gekk vel og var í samræmi við áætlun á árinu 2018 þrátt fyrir háa gjaldfærslu vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingum og var Akureyrarbær rekinn með 377 millj. kr. afgangi sem var nokkru betri árangur en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Sjóðstreymi ársins var líka betra en áætlun gerði ráð fyrir.
Lesa fréttina Rekstur í jafnvægi
Glerárskóli á Akureyri

Útboð á endurnýjun á þaki B álmu Glerárskóla á Akureyri

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í endurnýjun á þaki og loftræstirýmis B-álmu Glerárskóla á Akureyri ásamt byggingu skyggnis yfir austurinngang skólanssamkvæmt útboðsgögnum.
Lesa fréttina Útboð á endurnýjun á þaki B álmu Glerárskóla á Akureyri