Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson

Halla Björk og Hlynur í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17:00 til 19:00 á tímabilinu september til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 4. október verða bæjarfulltrúarnir Guðmundur Halla Björk Reynisdóttir og Hlynur Jóhannsson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Halla Björk og Hlynur í viðtalstíma
Mynd: Auðunn Níelsson.

Vestnorden ferðakaupstefnan á Akureyri

Ferðakaupstefnan Vestnorden Travel Mart verður haldin í 33. skipti 2.-4. október á Akureyri. Rúmlega 600 gestir sækja kaupstefnuna; ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, auk kaupenda ferðaþjónustu frá 30 löndum úr öllum heimshornum.
Lesa fréttina Vestnorden ferðakaupstefnan á Akureyri
Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. október

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. október. Á dagskránni verður meðal annars viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018, ráðningarsamningur bæjarstjóra, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og skýrsla bæjarstjóra.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 2. október
Ráðhús Akureyrarbæjar, Geislagötu 9

Fundur í bæjarstórn þriðjudaginn 2. október

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 2. október. Á dagskránni verður meðal annars viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2018, ráðningarsamningur við bæjarstjóra, breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og skýrsla bæjarstjóra.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstórn þriðjudaginn 2. október
Lögmælt verkefni sveitarfélaga

Lögmælt verkefni sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gefið út yfirlit yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga. Yfirlitinu er ætlað sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun og áætlanagerð, en einnig mun það nýtast ráðuneytinu vegna áætlanagerðar sem því er nú ætlað að sinna vegna málefna sveitarstjórnarstigsins.
Lesa fréttina Lögmælt verkefni sveitarfélaga
Krakkarnir um borð í Hríseyjarferjunni Sævari.

Skemmtileg heimsókn í Hríseyjarskóla

Í byrjun skólaársins komu grunnskólar Drangsness og Borgarfjarðar eystri í heimsókn í Hríseyjarskóla. Alls eru 14 nemendur í skólunum, fjórir í Borgarfirði og níu á Drangsnesi.
Lesa fréttina Skemmtileg heimsókn í Hríseyjarskóla
Fundir bæjarstjórnar Akureyrar fara fram í Menningarhúsinu Hofi.

Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 18. september var meðal annars til umræðu að gefnu tilefni traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Hilda Jana Gísladóttir hóf umræðuna og ræddi m.a. traust almennings á ýmsum stofnunum samfélagsins og áhrif þess á lýðræðið, gagnsæi stjórnsýslu, upplýsingamiðlun og íbúasamráð.
Lesa fréttina Umræða um traust á stjórnmálum og stjórnsýslu
Heimsókn sendiherra Kína

Heimsókn sendiherra Kína

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Jin Zhijian, heimsótti Akureyri í gær ásamt eiginkonu sinni He Linyun. Þau áttu fund með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri þar sem ferðþjónustu, menntun, menningarmál og viðskipti bar meðal annars á góma.
Lesa fréttina Heimsókn sendiherra Kína
Hópferðir til Hríseyjar

Hópferðir til Hríseyjar

Ferðamálafélag Hríseyjar hefur í samvinnu við Akureyrarstofu hrundið af stað átaki til að laða smærri og stærri hópa til eyjarinnar. Lögð er áhersla á að kynna þá fjölbreyttu þjónustu sem gestum Hríseyjar stendur til boða, aðstöðu til fundarhalda og um leið hversu kjörin eyjan er til útivistar.
Lesa fréttina Hópferðir til Hríseyjar
Miðbær, Drottningarbrautarreitur - Hafnarstræti 73 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Miðbær, Drottningarbrautarreitur - Hafnarstræti 73 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Lesa fréttina Miðbær, Drottningarbrautarreitur - Hafnarstræti 73 – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Samkomubrúin á Akureyri.

Opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð

Akureyrarbær vill benda á að þann 20. september verður opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð á vef embættis landlæknis.
Lesa fréttina Opnað fyrir umsóknir í Lýðheilsusjóð