Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ferðafólk við Orbis et Globus um síðustu helgi. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Heimskautsbaugurinn færist úr stað

Listaverkið Orbis et Globus var sett niður á heimskautsbauginn í Grímsey haustið 2017. Um er að ræða kúlu sem er 3 metrar í þvermál og á að færast um eyjuna í samræmi við skrykkjóttar hreyfingar heimskautsbaugsins þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst.
Lesa fréttina Heimskautsbaugurinn færist úr stað
Glímt á hlaðinu í Laufási.

Fullveldi á hlaðinu í Laufási

Það verður líf og fjör á hlaðinu við Gamla bæinn Laufás í Eyjafirði á laugardaginn frá kl. 14-16 þar sem stigin verða dans- og glímuspor við töfrandi harmonikkutónlist.
Lesa fréttina Fullveldi á hlaðinu í Laufási
Mynd: Anders Peter.

Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?

Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna.
Lesa fréttina Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?
Húsnæðið sem um ræðir. Vinstra megin er stórt rými fyrir vinnustofur og forstofa. Hægra megin á mynd…

Vinnustofur og sýningarrými til leigu

Listasafnið á Akureyri hefur til leigu tvö mismunandi rými fyrir listamenn á Akureyri. Rýmin eru hugsuð sem vinnustofur og sýningarrými sem reglulega væru opin almenningi. Þar væri boðið upp á viðburði og starfssemin sem þar færi fram þyrfti að tengjast og vera í samvinnu við aðra starfssemi í Listagilinu.
Lesa fréttina Vinnustofur og sýningarrými til leigu
Gríðarlega góð stemning var í Listagilinu síðasta föstudag og verður vonandi engu síðri á morgun, þr…

Gilið lokað á morgun frá 10-22

Leikur íslenska landsliðsins gegn Króatíu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 18 á morgun, þriðjudag. Talsverðan tíma tekur að koma upp skjánum og því verður lokað fyrir umferð ökutækja um gilið frá kl. 10 árdegis til klukkan 22 um kvöldið.
Lesa fréttina Gilið lokað á morgun frá 10-22
Frá námskeiði sem gestalistamaður hélt í Deiglunni.

Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu 2019

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvöl á tímabilinu janúar til desember 2019. Hvert tímabil hefst fyrsta hvers mánaðar.
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu 2019
Mynd: Auðunn Nielsson

Fundur í bæjarstjórn 26. júní

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 26. júní.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn 26. júní
Þessi brosmildi hópur var mættur í Ráðhúsið í morgun til að setja sig inn í málin.

Nýkjörnir fulltrúar mættir til leiks

Í vikunni hafa bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar, formenn og varaformenn nefnda átt þess kost að sækja eins konar nýliðanámskeið þar sem kynnt hefur ýmislegt sem nauðsynlegt er að kunna skil á við stjórnun sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Nýkjörnir fulltrúar mættir til leiks
Góð stemning var í Listagilinu þegar Ísland lék gegn Argentínu og hún verður enn betri í dag.

Gilið lokað til klukkan átta

Leikur íslenska landsliðsins gegn Nígeríu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 15 í dag. Af þeim sökum hefur verið lokað fyrir umferð ökutækja um gilið og verður svo til kl. 20 í kvöld.
Lesa fréttina Gilið lokað til klukkan átta
Lundabyggðin í Grímsey hefur mikið aðdráttarafl en það hefur einstök miðnætursólin við heimskautsbau…

Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey

Óvenju mannmargt er nú í Grímsey en þar hefst Sólstöðuhátíðin í dag og stendur fram á sunnudag. Ennþá er laust með flugi út í Grímsey á morgun, föstudag, en alltaf ætti að vera hægt að komast með ferjunni Sæfara. Nýting gistiplássa er með mesta móti en auðvelt er að koma sér vel fyrir á tjaldsvæðinu í eyjunni þar sem er ágæt aðstaða fyrir gesti.
Lesa fréttina Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey
Jaðarsvöllur - yfirlitsmynd úr skýrslu EFLU

Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri

Akureyrarbær undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Jaðarsvallar á Akureyri. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna.
Lesa fréttina Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri