Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Þessi brosmildi hópur var mættur í Ráðhúsið í morgun til að setja sig inn í málin.

Nýkjörnir fulltrúar mættir til leiks

Í vikunni hafa bæjarfulltrúar, varabæjarfulltrúar, formenn og varaformenn nefnda átt þess kost að sækja eins konar nýliðanámskeið þar sem kynnt hefur ýmislegt sem nauðsynlegt er að kunna skil á við stjórnun sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Nýkjörnir fulltrúar mættir til leiks
Góð stemning var í Listagilinu þegar Ísland lék gegn Argentínu og hún verður enn betri í dag.

Gilið lokað til klukkan átta

Leikur íslenska landsliðsins gegn Nígeríu á HM í knattspyrnu í Rússlandi verður sýndur beint á risaskjá í Listagilinu kl. 15 í dag. Af þeim sökum hefur verið lokað fyrir umferð ökutækja um gilið og verður svo til kl. 20 í kvöld.
Lesa fréttina Gilið lokað til klukkan átta
Lundabyggðin í Grímsey hefur mikið aðdráttarafl en það hefur einstök miðnætursólin við heimskautsbau…

Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey

Óvenju mannmargt er nú í Grímsey en þar hefst Sólstöðuhátíðin í dag og stendur fram á sunnudag. Ennþá er laust með flugi út í Grímsey á morgun, föstudag, en alltaf ætti að vera hægt að komast með ferjunni Sæfara. Nýting gistiplássa er með mesta móti en auðvelt er að koma sér vel fyrir á tjaldsvæðinu í eyjunni þar sem er ágæt aðstaða fyrir gesti.
Lesa fréttina Fjölsótt Sólstöðuhátíð í Grímsey
Jaðarsvöllur - yfirlitsmynd úr skýrslu EFLU

Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri

Akureyrarbær undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar Jaðarsvallar á Akureyri. Mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015, en framkvæmdin er matsskyld samkvæmt tölulið 2.01 í 1. viðauka laganna.
Lesa fréttina Drög að tillögu að matsáætlun vegna stækkunar golfvallarins að Jaðri
Mynd frá flotviðburði í Sundlaug Akureyrar á Jónsmessuhátíðinni í fyrra.

Jónsmessuhátíð og setning Listasumars 2018

Jónsmessuhátíð á Akureyri er 24 tíma hátíð sem hefst kl. 12 laugardaginn 23. júní og stendur til kl. 12 sunnudaginn 24. júní. Á dagskránni eru 24 viðburðir út um allan bæ og fjölbreytnin er í fyrirrúmi.
Lesa fréttina Jónsmessuhátíð og setning Listasumars 2018
Eiríkur Björn Björgvinsson.

Þakkir til Akureyringa frá Eiríki Birni

Eiríkur Björn Björgvinsson hefur nú látið af störfum sem bæjarstjóri á Akureyri og sendir Akureyringum þakkir sínar og eftirfarandi kveðju:
Lesa fréttina Þakkir til Akureyringa frá Eiríki Birni
Mynd: Anders Peter.

Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?

Í íbúagáttinni á Akureyri.is er hægt að skrá sig inn með íslykli eða rafrænum skilríkjum til að sækja um ýmsa þjónustu og fylgjast með stöðu umsókna.
Lesa fréttina Hefurðu nýtt þér íbúagáttina?
Sjónvarpsskjárinn við nýju heitu pottana.

Opið lengur á sumrin

Afgreiðslutími Sundlaugarinnar á Akureyri hefur nú verið lengdur þannig að í sumar verður opið til kl. 21 á laugardagskvöldum og 19.30 á sunnudagskvöldum.
Lesa fréttina Opið lengur á sumrin
Sóley Sigdórsdóttir og Kristín Ólafsdóttir.

Betri heimaþjónusta en áður

Í byrjun mánaðarins var Sóleyju Sigdórsdóttur og Kristínu Ólafsdóttur, starfsmönnum í heimaþjónustu Akureyrarbæjar, veittur dálítill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf en þær láta nú senn af störfum. Sóley hefur starfað í heimaþjónustunni í rúm 23 ár og Kristín í rúm 27 ár.
Lesa fréttina Betri heimaþjónusta en áður