Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Nokkrir þátttakenda í

FF Múrbrjótar hljóta styrk frá Lýðheilsusjóði og KSÍ

Verkefnið FF Múrbrjótur – Fótbolti án fordóma, sem Búsetusvið Akureyrar stendur að, hefur hlotið tvo myndarlega styrki. Annars vegar kr. 250.000 frá Lýðheilsusjóði og hins vegar styrk frá KSÍ upp 6.000 evrur eða um kr. 750.000. Verkefnið gengur út á bjóða einstaklingum sem takast á við geðræn og félagsleg vandamál upp á fótboltaæfingar eða aðra hreyfingu einu sinni í viku yfir sumartímann. Á morgun, 1. maí, verður Fótboltafélagið Múrbrjótar formlega stofnsett. Stofnfundurinn hefst kl. 16 og verður haldinn í húsnæði Grófarinnar að Hafnarstræti 95, 4.hæð.
Lesa fréttina FF Múrbrjótar hljóta styrk frá Lýðheilsusjóði og KSÍ
Mynd: Auðunn Níelsson

Plokk á Akureyri

Landsmenn hafa verið duglegir undanfarnar vikur að plokka og eru Akureyringar engin undantekin þar frá. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað.
Lesa fréttina Plokk á Akureyri
Mynd: Elva Björk Einarsdóttir

Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis

Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 20:00 og verður haldinn í sal Glerárskóla.
Lesa fréttina Aðalfundur hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis
Fulltrúar á aðalfundi Northern Forum. Guðmundur Baldvin fimmti frá vinstri.

Akureyrarbær á aðalfundi Northern Forum

Norðurslóðamál voru til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs en formaður bæjarráðs, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, sótti nýverið fyrir hönd sveitarfélagsins aðalfund Northern Forum sem fram fór í síberíska háskólanum í Krasnoyarsk í Rússlandi dagana 11.- 12. apríl.
Lesa fréttina Akureyrarbær á aðalfundi Northern Forum
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson

Tökum til í bænum okkar

Akureyrarbær hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að taka höndum saman við að hreinsa til eftir veturinn. Eigendur og starfsmenn fyrirtækja eru hvattir til að fjarlæga það sem safnast hefur á lóðum svo sem óvarið járnarusl, plastkör, timbur, byggingarefni, bílflök, bílahluti, kerrur, jarðvegsafganga og fleira.
Lesa fréttina Tökum til í bænum okkar
Úti alla nóttina

Úti alla nóttina

Næsta helgi er sú síðasta sem lyfturnar verða opnar þennan veturinn á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Þá verður öllu til tjaldað og lyfturnar opnar frá kl. 14 á föstudaginn til kl. 16 á laugardag.
Lesa fréttina Úti alla nóttina
Frá fundinum í gær. Hólmar Svansson í pontu.

Umhverfismál og einnota vörur í brennidepli

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrabæjar og Vistorka stóðu fyrir fundi um einnota vörur í Hofi í gær, þriðjudaginn 24. apríl. Á fundinn var m.a. boðið kjörnum fulltrúum, starfsmönnum bæjarins sem tengjast málaflokknum, matvælaframleiðendum, sorphirðufyrirtækjum og verslunum. Góð mæting var á fundinn eða hátt í 40 manns.
Lesa fréttina Umhverfismál og einnota vörur í brennidepli
Þór/KA, Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu 2017. Mynd: Þórir Tryggvason.

Öflugt íþróttastarf ber ávöxt

Akureyrarbær leggur mikinn metnað í að búa íþróttastarfi í bænum sem besta umgjörð og styður við starf íþróttafélaga með ýmsum rausnarlegum hætti. Þessa má víða sjá merki og nú í vetur, eins og oft áður, hefur öflugt íþróttastarf í bænum borið ríkulegan ávöxt.
Lesa fréttina Öflugt íþróttastarf ber ávöxt
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir

Ingibjörg og Sóley í viðtalstíma bæjarfulltrúa

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 26. apríl verða bæjarfulltrúarnir Ingibjörg Ólöf Isaksen og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða í síðasta viðtalstíma vetrarins.
Lesa fréttina Ingibjörg og Sóley í viðtalstíma bæjarfulltrúa
Félagsmiðstöð eldri borgara í Bugðusíðu 1

Opinn fundur hjá eldri borgurum og Öldungaráði 30. apríl

Félag eldri borgara á Akureyri (EBAK) og Öldungaráð Akureyrarbæjar boða til opins fundar mánudaginn 30. apríl nk. kl. 14:00 – 15:30 í félagsmiðstöðinni, Bugðusíðu 1.
Lesa fréttina Opinn fundur hjá eldri borgurum og Öldungaráði 30. apríl
Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Nú styttist í að Vinnuskóli Akureyrar hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar og stendur umsóknartímabilið til og með 14. maí nk. Nánari upplýsingar um starfsemi Vinnuskólans er að finna hér
Lesa fréttina Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann