Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Halló páskar á Akureyri

Halló páskar á Akureyri

Að venju er búist við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín en þar verður skemmtileg dagskrá yfir hátíðarnar. Fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði þá er rétt að benda á að boðið er upp á þá nýjung að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í lyfturnar við komuna í fjallið!
Lesa fréttina Halló páskar á Akureyri
Listasafnið á Akureyri

Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku 24.-25. ágúst næstkomandi. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Lesa fréttina Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku
Þessir fallegu hundar tengjast fréttinni ekki beint

Hundaeigendur athugið!

Að gefnu tilefni vill dýraeftirlit Akureyrarbæjar minna á að samkvæmt 11. gr. samþykktar https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-hundahald-i-akureyrarkaupstad um hundahald á Akureyri nr. 321/2011 er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Lesa fréttina Hundaeigendur athugið!
Gámasvæðið við Réttarhvamm

Er grenndargámurinn fullur?

Þótt gámar á grenndarstöðvum víðs vegar um bæinn séu tæmdir daglega fyllast þeir reglulega. Hjálpumst að og förum með stærra magn upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.
Lesa fréttina Er grenndargámurinn fullur?
Nemendur gegn kynþáttamisrétti

Nemendur gegn kynþáttamisrétti

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti og af því tilefni gengu nemendur úr Oddeyrarskóla fylktu liði frá skólanum sínum og niður að Ráðhúsi til að faðma það. Nemendurnir héldust í hendur góða stund og mynduðu keðju umhverfis húsið.
Lesa fréttina Nemendur gegn kynþáttamisrétti
Eiríkur Björn og Eyjólfur undirrita samninginn.

Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri

Undirritaður hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um stuðning bæjarins við Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri. Sjóðurinn kemur í stað fjölda smærri styrkja sem áður voru veittir til skólans
Lesa fréttina Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri
Ráðhús Akureyrarbæjar

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. mars

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. mars. Á dagskrá fundarins er meðal annars umræða um deiliskipulag Hesjuvalla, reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, heimilislaust fólk á Akureyri og starfsáætlun og stefnuumræðu skipulagsráðs.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. mars
Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, flutningslínum raforku, verður haldinn í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17.
Lesa fréttina Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024
Viltu gerast stuðningsfjölskylda?

Viltu gerast stuðningsfjölskylda?

Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og í fötlunarmálum, sem fyrst.
Lesa fréttina Viltu gerast stuðningsfjölskylda?
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Stöðumat vegna stjórnsýslubreytinga

Stöðumat vegna stjórnsýslubreytinganna sem tóku gildi 1. janúar 2017 voru kynntar í bæjarráði í dag. Markmiðið með stöðumatinu er að draga fram hvað gengið hefur vel og hvar þarf að gera betur svo að tilgangur breytinganna nái fram að ganga en helsta markmiðið var að einfalda stjórnsýsluna í þeim tilgangi að efla þjónustu við bæjarbúa.
Lesa fréttina Stöðumat vegna stjórnsýslubreytinga
Marta Rún Þórðardótti, Ágúst Már Sigurðsson og Hlynur Hallsson.

Kaffihúsið í Listasafninu

Á dögunum var skrifað undir samning milli Listasafnsins á Akureyri og hjónanna Mörtu Rúnar Þórðardóttur og Ágústs Más Sigurðssonar, eigenda Þrúgur ehf., um rekstur kaffihúss í Listasafninu, en nú standa yfir miklar framkvæmdir á húsnæði safnsins. Eftir endurbætur og stækkun verða byggingarnar tvær sem Listasafnið hefur haft til umráða, annars vegar gamla Mjólkursamlag KEA og hins vegar Ketilhúsið, sameinaðar með tengibyggingu og munu þá mynda eina heild. Glæsilegir sýningasalir verða opnaðir í sumar á sama tíma og kaffihúsið, sem mun bera nafnið Gil.
Lesa fréttina Kaffihúsið í Listasafninu