Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Halló páskar á Akureyri

Halló páskar á Akureyri

Að venju er búist við miklum straumi fólks til Akureyrar um páskana. Skíðasnjórinn í Hlíðarfjalli dregur marga til sín en þar verður skemmtileg dagskrá yfir hátíðarnar. Fyrir þá sem ætla að skella sér á skíði þá er rétt að benda á að boðið er upp á þá nýjung að kaupa lyftumiða á netinu og fara beint í lyfturnar við komuna í fjallið!
Lesa fréttina Halló páskar á Akureyri
Listasafnið á Akureyri

Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku

Formleg vígsla og opnun stórbættra og aukinna salarkynna Listasafnsins á Akureyri fer fram á Akureyrarvöku 24.-25. ágúst næstkomandi. Þá sömu helgi verður 25 ára afmæli safnsins fagnað og fjórum dögum síðar á Akureyrarkaupstaður 156 ára afmæli.
Lesa fréttina Nýtt og betra Listasafn opnað á Akureyrarvöku
Þessir fallegu hundar tengjast fréttinni ekki beint

Hundaeigendur athugið!

Að gefnu tilefni vill dýraeftirlit Akureyrarbæjar minna á að samkvæmt 11. gr. samþykktar https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/reglur-og-samthykktir/annad/samthykkt-um-hundahald-i-akureyrarkaupstad um hundahald á Akureyri nr. 321/2011 er hundaeigendum skylt að fjarlægja saur eftir hunda sína.
Lesa fréttina Hundaeigendur athugið!
Gámasvæðið við Réttarhvamm

Er grenndargámurinn fullur?

Þótt gámar á grenndarstöðvum víðs vegar um bæinn séu tæmdir daglega fyllast þeir reglulega. Hjálpumst að og förum með stærra magn upp á Gámasvæðið við Réttarhvamm.
Lesa fréttina Er grenndargámurinn fullur?
Nemendur gegn kynþáttamisrétti

Nemendur gegn kynþáttamisrétti

Í dag er alþjóðlegur dagur gegn kynþáttamisrétti og af því tilefni gengu nemendur úr Oddeyrarskóla fylktu liði frá skólanum sínum og niður að Ráðhúsi til að faðma það. Nemendurnir héldust í hendur góða stund og mynduðu keðju umhverfis húsið.
Lesa fréttina Nemendur gegn kynþáttamisrétti
Eiríkur Björn og Eyjólfur undirrita samninginn.

Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri

Undirritaður hefur verið samningur milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri um stuðning bæjarins við Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri. Sjóðurinn kemur í stað fjölda smærri styrkja sem áður voru veittir til skólans
Lesa fréttina Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri
Ráðhús Akureyrarbæjar

Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. mars

Bæjarstjórn Akureyrar kemur saman til fundar kl. 16 þriðjudaginn 20. mars. Á dagskrá fundarins er meðal annars umræða um deiliskipulag Hesjuvalla, reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, heimilislaust fólk á Akureyri og starfsáætlun og stefnuumræðu skipulagsráðs.
Lesa fréttina Fundur í bæjarstjórn þriðjudaginn 20. mars
Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024

Kynningarfundur um breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024, flutningslínum raforku, verður haldinn í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 17.
Lesa fréttina Breyting á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024
Viltu gerast stuðningsfjölskylda?

Viltu gerast stuðningsfjölskylda?

Fjölskyldusvið Akureyrarbæjar óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd, félagsþjónustu og í fötlunarmálum, sem fyrst.
Lesa fréttina Viltu gerast stuðningsfjölskylda?