Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Niðurstaða bæjarstjórnar vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Niðurstaða bæjarstjórnar vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að gert verði ráð fyrir iðnaðarsvæði undir dælustöð fráveitu við norð-austurhorn Sjafnargötu og er liður í fráveitulausnum fyrir athafnasvæðið sem rísa mun við Sjafnargötu.
Lesa fréttina Niðurstaða bæjarstjórnar vegna breytingar á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir

Guðmundur Baldvin og Sóley Björk í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 1. mars verða bæjarfulltrúarnir Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Sóley Björk Stefánsdóttir í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Guðmundur Baldvin og Sóley Björk í viðtalstíma
Torfunefsbryggja – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Torfunefsbryggja – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að deiliskipulagsbreytingu miðbæjar Akureyrar. Skipulagssvæðið nær til Torfunefsbryggju og nánasta umhverfis. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að bryggjan breikki um 5 m til suð-austurs frá gildandi deiliskipulagi.
Lesa fréttina Torfunefsbryggja – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Breytt skipulag vegna aðflugsbúnaðar

Breytt skipulag vegna aðflugsbúnaðar

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar 20. febrúar komu til umræðu tillögur skipulagsráðs að svörum við athugasemdum sem Isavia hefur gert vegna skipulags við Akureyrarflugvöll eins og það birtist í Aðalskipulagi Akureyrarkaupstaðar 2018-2030.
Lesa fréttina Breytt skipulag vegna aðflugsbúnaðar
Nú fer hver að verða síðastur...

Nú fer hver að verða síðastur...

Frestur til að skila inn umsóknum vegna Listasumars 2018 rennur út miðvikudaginn 28. febrúar nk.
Lesa fréttina Nú fer hver að verða síðastur...
Innritun í leikskóla að hefjast

Innritun í leikskóla að hefjast

Aðalinnritun í leikskóla Akureyrar fyrir veturinn 2018-2019 hefst í marsmánuði. Gert er ráð fyrir að fyrstu innritunarbréfin verði send út mánudaginn 5. mars. Innritunarbréfin eru send út á rafrænu formi á þau netföng sem foreldrar skráðu á umsóknir barna sinna.
Lesa fréttina Innritun í leikskóla að hefjast
Framkvæmdir í Lystigarðinum.

Auglýst eftir konum

Nú eru í auglýsingu störf hjá tveimur stofnunum Akureyrarbæjar þar sem sérstaklega er auglýst eftir kvenfólki til starfa. Þetta er gert á grundvelli 26. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Einnig er vísað til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrar um jafnréttismál við ráðningu í störf.
Lesa fréttina Auglýst eftir konum
Eitt af verkum Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur á sýningunni Kyrrð.

Opnanir í Listasafninu á laugardaginn

Laugardaginn 24. febrúar kl. 15 verða tvær sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Sköpun bernskunnar 2018, samsýning listamanna, skólabarna og Leikfangasafnsins á Akureyri, og sýning Helgu Sigríðar Valdemarsdóttur, Kyrrð.
Lesa fréttina Opnanir í Listasafninu á laugardaginn
Frá svæðistónleikunum í Hofi. Mynd af heimasíðu TA.

Uppskeruhátíð tónlistarskóla

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norðausturland fóru fram föstudaginn 9. febrúar síðastliðinn í Hofi og stóðu fulltrúar Tónlistarskólans á Akureyri sig með mikilli prýði. Nótan er uppskeruhátíð tónlistarskóla á Íslandi.
Lesa fréttina Uppskeruhátíð tónlistarskóla
Tölvuteikning úr nýjum húsakynnum Listasafnsins á Akureyri.

Listasafnið á Akureyri greiðir listamönnum

Á fundi stjórnar Akureyrarstofu 8. febrúar sl. voru samþykkt drög að verklagsreglum um verkefnið "Greiðum listamönnum". Í fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir árið 2018 er gert ráð fyrir 1,5 m.kr. viðbótarfjárveitingu vegna verkefnisins og byggir hún á því að fjárheimildir sem á vantar til að fjármagna það að fullu séu þegar fyrir í rekstri safnsins, en heildarkostnaður er áætlaður um 4,5 m.kr. Stjórn Akureyrarstofu leggur áherslu á að kostnaðurinn verði sýnilegur í bókum safnsins.
Lesa fréttina Listasafnið á Akureyri greiðir listamönnum
Grímsey. Mynd: Friðþjófur Helgason.

Óvissustig vegna jarðskjálfta

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi.
Lesa fréttina Óvissustig vegna jarðskjálfta