Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Dagbjört Pálsdóttir og Gunnar Gíslason

Dagbjört og Gunnar í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 18. janúar verða bæjarfulltrúarnir Dagbjört Pálsdóttir og Gunnar Gíslason í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Dagbjört og Gunnar í viðtalstíma
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Stundaskrá félagsstarfs eldri borgara

Komin er út dagskrá og stundaskrá fyrir félagsstarf eldri borgara í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22 á vorönn 2018.
Lesa fréttina Stundaskrá félagsstarfs eldri borgara
Mynd af heimasíðu Krógabóls.

Innritun í leikskóla 2018-2019

Foreldrum sem óska eftir leikskóla fyrir börn sín skólaárið 2018–2019 er bent á að mikilvægt er að skila inn umsókn um leikskóla fyrir 15. febrúar nk.
Lesa fréttina Innritun í leikskóla 2018-2019
Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri á Akureyri og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálar…

Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri

Í hádeginu í dag lenti Boeing vél flugfélagsins Enter Air á Akureyrarflugvelli með fyrstu bresku ferðamennina innanborðs sem koma með beinu flugi frá Bretlandi á vegum ferðaskrifstofunnar Super Break. Þetta markar tímamót í ferðaþjónustu á Norðurlandi því Super Break áformar að fljúga til Akureyrar áfram næstu misserin og að miklu leyti á þeim tíma ársins sem hingað til hefur verið rólegri í ferðaþjónustu.
Lesa fréttina Fyrstu farþegarnir í beinu flugi frá Bretlandi lentir á Akureyri
Styrkþegar eða fulltrúar þeirra að lokinni úthlutun. Mynd: Auðunn Níelsson / Norðurorka.

Norðurorka styrkir skólaþróun

Samfélagsstyrkjum Norðurorku var úthlutað í síðustu viku og var tveimur þeirra veitt til skólaþróunarstarfs á Akureyri.
Lesa fréttina Norðurorka styrkir skólaþróun
Frá fundinum á Akureyri 4. janúar sl. Mynd: Ragnar Hólm.

Mikill áhugi á skipulagsmálum

Síðasti kynningarfundurinn um aðalskipulag Akureyrarbæjar fyrir árin 2018-2030 var haldinn í Grímsey í gær og var ágætlega sóttur. Áður hafa verið haldnir þrír kynningarfundir á Akureyri og einn í Hrísey. Fundirnir á Akureyri voru sérstaklega vel sóttir og er ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga Akureyringar hafa á nærumhverfi sínum og heildarskipulagi sveitarfélagsins.
Lesa fréttina Mikill áhugi á skipulagsmálum
Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum

Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar og breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018
Lesa fréttina Auglýsing um niðurstöðu bæjarstjórnar í skipulagsmálum
Giljahverfi, Kiðagil – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Giljahverfi, Kiðagil – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Giljahverfi, vegna Kiðagils skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Giljahverfi, Kiðagil – Tillaga að deiliskipulagsbreytingu
Hesjuvellir – Tillaga að deiliskipulagi

Hesjuvellir – Tillaga að deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 19. desember 2017 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hesjuvelli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa fréttina Hesjuvellir – Tillaga að deiliskipulagi