Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: Auðunn Níelsson.

Skíðarútan komin af stað

Hin svokallaða Skíðarúta hefur nú hafið akstur og verður á ferðinni um helgar fram undir vor eða svo lengi sem aðstæður í Hlíðarfjalli leyfa. Bíllinn ekur hring um bæinn og stoppar við öll stærri hótel og gistiheimili. Þaðan liggur svo leiðin í Fjallið.
Lesa fréttina Skíðarútan komin af stað
Lítilsháttar breytingar á leiðakerfi SVA

Lítilsháttar breytingar á leiðakerfi SVA

Ákveðið hefur verið að gera lítilsháttar breytingar á leiðakerfi Strætisvagna Akureyrar og taka þær gildi fimmtudaginn 1. febrúar. Breytingarnar eru gerðar vegna ábendinga notenda á leið 5 og eiga þær að bæta þjónustu við starfsfólk sjúkrahússins á Akureyri og nemendur og starfsfólk VMA eftir kl. 15 á daginn.
Lesa fréttina Lítilsháttar breytingar á leiðakerfi SVA
Verkefnisstjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku

Verkefnisstjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku

Akureyrarstofa auglýsir starf verkefnastjóra Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf í júní, júlí og ágúst en hlutastarf í mars, apríl, maí og september.
Lesa fréttina Verkefnisstjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku
Leikhúsbrú – brúarsmíði

Leikhúsbrú – brúarsmíði

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskar eftir tilboðum í brúarsmíði og frágang á Leikhúsbrú við Drottningabrautarstíg. Niðurrekstri staura og uppsteypu landstöpla verður lokið fyrir þetta útboð.
Lesa fréttina Leikhúsbrú – brúarsmíði
Frá fundi bæjarstjóra á norðurslóðum sem haldinn var í Tromsö. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjór…

Fundur bæjarstjóra á norðurslóðum

Bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, sótti í síðustu viku fund bæjarstjóra á norðurslóðum sem haldinn var í Tromsö í Noregi en norðurslóðir eru skilgreindar sem ákveðið svæði í kringum Norðurheimskautið. Fundur bæjarstjóranna var hluti af stórri alþjóðlegri ráðstefnu Arctic Frontiers þar sem fræðimenn og fólk úr stjórnsýslu og viðskiptum fjallar um sjálfbæra þróun og tækifæri til hagvaxtar í sátt við umhverfið á norðurslóðum.
Lesa fréttina Fundur bæjarstjóra á norðurslóðum
Sverre Andreas Jakobsson. Mynd af heimasíðu Akureyri handboltafélags.

Sverre er nýr framkvæmdastjóri ÍBA

Sverre Andreas Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og mun hann hefja störf þann 2. maí nk. Sverre tekur við starfinu af Þóru Leifsdóttur sem mun þó áfram starfa á skrifstofu bandalagsins.
Lesa fréttina Sverre er nýr framkvæmdastjóri ÍBA
Á ferð um Akureyri með fulltrúa erlenda ferðaskrifstofa

Ferðaskrifstofur horfa í auknum mæli til Akureyrar

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic, sem er árleg ferðakaupstefna á vegum Icelandair, var haldin í 26. skipti í síðustu viku. Kaupstefnan er sú stærsta á sínu sviði sem haldin er á Íslandi.
Lesa fréttina Ferðaskrifstofur horfa í auknum mæli til Akureyrar
Sigríður Huld Jónsdóttir og Preben Jón Pétursson

Preben og Sigríður í viðtalstíma

Viðtalstímar bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar eru haldnir tvisvar í mánuði á fimmtudögum frá kl. 17-19 á tímabilinu október til maí. Í viðtalstímum gefst bæjarbúum kostur á að hitta fulltrúa í bæjarstjórn og ræða þau málefni sem hæst ber hverju sinni. Viðtalstímarnir eru í Ráðhúsinu, Geislagötu 9, 1. hæð. Fimmtudaginn 1. febrúar verða bæjarfulltrúarnir Sigríður Huld Jónsdóttir og Preben Jón Pétursson í Ráðhúsinu til skrafs og ráðagerða.
Lesa fréttina Preben og Sigríður í viðtalstíma
Bæjarráð fagnar uppsetningu ILS búnaðar

Bæjarráð fagnar uppsetningu ILS búnaðar

Fulltrúar Isavia, þau Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri innanlandsflugvallasviðs og Hjördís Þórhallsdóttir umdæmisstjóri á Norðurlandi, mættu á fund bæjarráðs Akureyrar í gær til að ræða málefni Akureyrarflugvallar.
Lesa fréttina Bæjarráð fagnar uppsetningu ILS búnaðar
Viltu taka þátt í Listasumri 2018?

Viltu taka þátt í Listasumri 2018?

Akureyrarstofa auglýsir eftir áhugaverðum og skemmtilegum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir Listasumar á Akureyri sem hefst 24. júní og lýkur 24. ágúst.
Lesa fréttina Viltu taka þátt í Listasumri 2018?
Fyrirlestrar um heilabilun

Fyrirlestrar um heilabilun

Tveir fyrirlestrar um heilabilun verða haldnir í samkomusal öldrunarheimilisins Hlíðar þriðjudaginn 30. janúar kl. 13-13.40.
Lesa fréttina Fyrirlestrar um heilabilun