Frestur til að sækja um styrk vegna Akureyrarvöku rennur út 30. júní!

Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk…
Samflétta, samvinnuverkefni tveggja dansara og sellóleikara var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk á Akureyrarvöku árið 2023. Auður Eva Jónsdóttir spilaði á selló og dansarar voru þær Arna Sif Þorgeirsdóttir og Yuliana Palacios. Ljósmynd: Andrés Rein Baldursson, 2023.

Verður þú með viðburð á Akureyrarvöku? Frestur til að sækja um styrk fyrir viðburðahald á Akureyrarvöku rennur út á sunnudaginn 30. júní!

Óskað er eftir fjölbreyttum og skemmtilegum hugmyndum frá íbúum, listafólki, samtökum og öllum öðrum sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari menningarveislu sem Akureyrarvaka er. Umsókn og frekari upplýsingar má nálgast á akureyrarvaka.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan