Miklar endurbætur á Glerárskóla - opið hús í dag

Aðstaðan er glæsileg og nútímaleg eftir framkvæmdir.
Aðstaðan er glæsileg og nútímaleg eftir framkvæmdir.

Allsherjar endurbótum á B-álmu Glerárskóla er lokið. Í tilefni af því verður opið hús í dag, föstudag, og eru allir velkomnir að koma og skoða nýja og glæsilega aðstöðu.

B-álman er um 800 fermetrar og ein af þremur kennsluálmum skólans. Elstu byggingarnar eru frá 1971 og viðhaldsþörf orðin brýn. Stefnt er að endurbótum á öllum kennsluálmum á næstu árum.

Markmiðið var að hanna og endurgera skólahúsnæðið þannig að það þjóni starfseminni eins og best verður á kosið og uppfylli nútímakröfur, með tilliti til hljóðvistar, eldvarna, loftgæða, öryggismála, tæknimála í kennslu o.fl.

Framkvæmdir hófust í byrjun maí og hefur ýmislegt verið gert. Má þar nefna endurnýjun á þakklæðningum og einangrun þaks, raflögnum og lýsingu. Nýtt loftræstikerfi var sett upp, hiti settur í öll golf, neysluvatnskerfi endurnýjað og sett upp nýtt skyggni yfir inngang. Þá var sett upp hljóðkerfi sem nýtist við kennslu og stórir skjáir settir upp í stað skjávarpa og tjalda.

Húsnæðið var endurskipulagt og settir upp nýir milliveggir. Þarna eru fjórar stórar kennslustofur sem hægt er að skipta upp með felliveggjum, tvær sérkennslustofur, lítil kennslustofa sem getur verið fundarherbergi og góð vinnuaðstaða kennara. Snyrtingar voru endurgerðar og er ein þeirra fyrir hreyfihamlaða.

Húsnæðið er afar glæsilegt eftir þessar miklu framkvæmdir og aðstaða nemenda og starfsfólks eins og best verður á kosið.

Kennsluálman verður tekin í notkun á mánudaginn.

Fólk er hvatt til að gera sér ferð í Glerárskóla í dag og skoða, milli klukkan 15 og 17. Gengið er inn að austanverðu. 

Glerárskóli á framkvæmdatíma Gerðar voru endurbætur á þaki Hiti settur í öll gólf Kennslustofa að loknum framkvæmdum Að framkvæmdum loknum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan