Framkvæmdir á vegum Landsnets vegna Hólasandslínu 3

Skýringarmynd. Rauðar leiðir verða lokaðar næstu vikurnar og reikna má með umferð vinnuvéla á þeirri…
Skýringarmynd. Rauðar leiðir verða lokaðar næstu vikurnar og reikna má með umferð vinnuvéla á þeirri sem er appelsínugul.

Framkvæmdir við slóðagerð, jarðvinnu og útlögn 220 kV háspennustrengs eru að hefjast í Naustaborgum. 

Vegna framkvæmdanna þarf að takmarka aðgengi að nokkrum göngu- og reiðleiðum í Naustaborgum. Frá og með 12. maí verða rauðmerktar leiðir (sjá mynd) lokaðar. Appelsínugulmerkt leið verður með umferð vinnuvéla. Áætlaður framkvæmdatími í Naustaborgum er um 5-6 vikur og má reikna með að lokanir vari þann tíma.

Þrátt fyrir umræddar lokanir er hægt að velja úr öðrum fjölbreyttum leiðum þessa frábæra útivistarsvæðis. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Naustaborgir.

Hólasandslína 3 er ný 220 kV raflína milli Akureyrar og Hólasands. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Framkvæmdin er einnig mikilvæg fyrir flutningskerfi landsins í heild. Í Eyjafirði verður línan lögð sem jarðstrengur en loftlína frá vesturhlíð Vaðlaheiðar að Hólasandi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan