Framkvæmdarleyfi fyrir Hólasandslínu 3 í landi Akureyrarbæjar

Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 24. júní 2020 umsókn Landsnets hf. dagsetta 12. júní 2020 um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Hólasandslínu 3 í tveimur jarðstrengjum. Liggur strengleiðin frá Rangárvöllum, suður yfir Glerárgil á strengja- og útivistarbrú, þaðan ofan hesthúsahverfisins í Breiðholti, gegnum Naustaflóa, í norðurjaðri Kjarnaskógar og suður fyrir flugbrautarenda. Yfir óshólma Eyjafjarðarár liggur strengleiðin samhliða nýjum reiðstíg og gamla leiruveginum. Þegar komið er yfir miðkvísl Eyjafjarðarár er strenglögnin komin úr umdæmi Akureyrarbæjar.
Umrædd framkvæmd er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar dagsett 19. september 2019 um matsskýrslu framkvæmdaraðila dagsetta mars 2019.
Er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag á þeim svæðum sem framkvæmdin nær til og er einnig í samræmi við lýsingu framkvæmdarinnar í matsskýrslu og áliti Skipulagsstofnunar.

Framkvæmdaleyfisgögn ásamt matsskýrslu framkvæmdaraðila og áliti Skipulagsstofnunar eru aðgengileg hér að neðan:

Yfirlitskort

Lýsing mannvirkja vegna útgáfu framkvæmdarleyfis

Fylgigögn 2 - 7 - umsagnir og leyfi

Fylgigögn 8 - útboðsteikningar jarðstrengs

Endanlega matsskýrslu og álit Skipulagsstofnunar má nálgast hér

Vakin er athygli á því að ákvörðun um veitingu framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála sbr. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu þessarar auglýsingar um leyfið, sbr. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Sjá nánar upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar www.uua.is.

Sviðsstjóri Skipulagsviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan