Framkvæmdaáætlun um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða

Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.
Mynd: Ragnar Hólm Ragnarsson.

Norðurslóðanetið, fyrir hönd utanríkisráðuneytisins, boðar til opins vinnufundar 28. september nk. kl. 8.30–16.00 þar sem kynntar verða tillögur þemahópa vegna framkvæmdaáætlunar um stefnu Íslands í málefnum norðurslóða.

Tilgangur fundarins er að kalla eftir athugasemdum og endurgjöf og er þetta mikilvægur liður í að efla innlent samráð og samstarf um málefni norðurslóða. Jafnframt er þetta tækifæri fyrir sérfræðinga og hagsmunaaðila til að hafa áhrif á framtíð Íslands á norðurslóðum.

Þemahóparnir urðu til í framhaldi af opnum fundi sem haldinn var á Akureyri í mars sl. með hagsmunaaðilum og áhugasömum um málefni norðurslóða í tengslum við hina nýju stefnu Íslands sem samþykkt var 19. maí 2021. Um 100 einstaklingar hafa unnið í 5 þemahópum að tillögum sem tengjast afmörkuðum liðum stefnunnar.

Óskað er eftir því að áhugasamir skrái sig sem allra fyrst á fundinn en skráning fer fram hér.

Viðburðurinn á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan