Framfaraskref í rafrænni stjórnsýslu

Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri handsala samn…
Ingimar Arndal, framkvæmdastjóri OneSystems og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri handsala samninginn.

Akureyrarbær hefur gengið frá samningum við hugbúnaðarfyrirtækið OneSystems um kaup og uppsetningu á íbúagátt eða „mínum síðum" fyrir rafæna og gagnvirka þjónustu við íbúa Akureyarbæjar á vefnum. Þegar kerfið verður komið í notkun munu möguleikar íbúa á að eiga samskipti við Akureyrarbæ aukast mikið frá því sem nú er.

Nýja íbúagáttin eykur sjálfvirkni og gagnvirkni í meðferð mála og erinda fyrir bæjarbúa. Þeir geta sent inn öll erindi og allar umsóknir með rafrænum hætti og haft gagnvirkt samband við starfsmenn sveitarfélagsins á einfaldan og þægilegan hátt. Íbúar geta jafnframt fylgst með stöðu eigin mála og erindum í gegnum gáttina. Þá munu þeir geta séð stöðu gjalda svo sem fasteignagjalda og leikskólagjalda. Einnig opnast nýir möguleikar á þátttöku í íbúakönnunum og rafrænum kosningum. 

Um leið og íbúagáttin eykur sveigjanleika í þjónustu við bæjarbúa þá sparar hún vinnu og tíma. Móttaka og afgreiðsla erinda verður einfaldari og auðveldara verður að fylgja þeim eftir auk þess sem íbúar geta sótt sér ýmsar mikilvægar upplýsingar án þess að þurfa að leita til starfsmanna. Gerð, þróun og birting eyðublaða á vef bæjarins verður alfarið í höndum starfsmanna en áður þurfti þjónustu forritara fyrir þá þætti.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir miklar vonir bundnar við þessa nýju viðbót í þjónstu við bæjarbúa: „Þetta er stórt framfaraskref í rafrænni stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Stjórnsýslan mun taka jákvæðum breytingum þar sem afgreiðsla mála og erinda munu í mörgum tilfellum taka styttri tíma og allt öryggi í meðferð og vinnslu þeirra eykst verulega."

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan