Fræðsluráð afhendir viðurkenningar

Hópurinn sem hlaut viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr í skólastarfi.
Hópurinn sem hlaut viðurkenningar fyrir að hafa skarað fram úr í skólastarfi.

Fræðsluráð boðaði til samverustundar í Hofi sl. miðvikudag þar sem nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf skólaárið 2019-2020.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem verða fyrir valinu til þess að halda áfram góðu starfi. Viðurkenningin er einnig staðfesting á því að viðkomandi nemandi, starfsmaður eða skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til. 

Óskað var eftir tilnefningum frá skólasamfélaginu um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar.

Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, afhenti á miðvikudaginn 27 viðurkenningar til nemenda og starfsfólks við hátíðlega athöfn. Einnig var boðið upp á tónlistaratriði. Björn Helgi Björnsson, útskriftarnemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri, lék á flygil verkið Fantasiestücke op 12. no. 3. Í lok viðburðar léku fjórir nemendur tónlistarskólans á strengjahljóðfæri verkið Strengjakvartett eftir Shjostakovitsj.

Viðurkenningar hlutu:

-Viktor Bjarnason, nemandi í Glerárskóla, fyrir framfarir í námi og félagslegum samskiptum.
-Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir jákvæða fyrirmynd og sem afburða námsmaður.
-Mikael Breki Þórðarson, nemandi í Naustaskóla, fyrir að vera frábær fyrirmynd og sýna frumkvæði og leiðtogahæfileika.
-Kári Hrafn Víkingsson, nemandi í Síðuskóla, fyrir góða samskiptahæfni og að vera jákvæð fyrirmynd.
-Þura Björgvinsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir metnað, vinnusemi í námi og virkni í félagsstörfum.
-Þorsteinn Sigurjón Sigurðsson, nemandi í Hlíðarskóla, fyrir framfarir í námi og þolinmæði og úthald í störfum sínum.
-Ísabella Sól Hauksdóttir, nemandi í Síðuskóla, fyrir námsárangur, ástundun og jákvæðni.
-Sandra Rebekka Önnudóttir/Arnarsdóttir, Giljaskóla, fyrir framúrskarandi nýbreytni- og þróunarverkefni.
-Einar Magnús Einarsson, Síðuskóla og Oddeyrarskóla, fyrir einstaka þolinmæði, lipurð í samskiptum, frumkvæði og stuðning.
-Karítas Jónsdóttir, Krógabóli, fyrir fagleg vinnubrögð og framkomu gagnvart nemendum.
-Sigríður Margrét Hlöðversdóttir, Brekkuskóla, fyrir framlag til að vekja áhuga á lestri og upplýsingatækni.
-H. Brynja Sigurðardóttir, Glerárskóla, fyrir framúrskarandi starf, jákvæðni og glaðværð.
-Svala Ýrr Björnsdóttir, Lundarseli, fyrir einstakt foreldrasamstarf.
-Hrefna Bára Guðmundsdóttir, Tröllaborgum, fyrir frumkvöðlastarf í sérkennslu.
-Iris Rún Andersen, Iðavelli, fyrir frumkvöðlastarf í sérkennslu.
-Valdís Rut Jósavinsdóttir, Naustaskóla, fyrir samvinnuverkefnið "jákvæðu og fallegu orðin okkar".
-Indíana Hrönn Arnarsdóttir, Lundarseli, fyrir leiðtogahæfni; að leiða sérkennsluteymi.
-Torfhildur Stefánsdóttir, Síðuskóla, fyrir framúrskarandi, faglegt og uppbyggilegt ævistarf sem kennari.
-Ívar Aðalsteinsson, Tónlistarskólanum, fyrir óeigingjarnt og ötult starf við Tónlistarskólann á Akureyri.
-Uppeldisfulltrúar Hlíðarskóla, Aðalheiður Jónsdóttir, Gunnar Smári Björgvinsson og Styrmir Jörundsson, fyrir framúrskarandi vinnuframlag og heilindi í starfi.
-Starfsmenn Engjarósar í leikskólanum Kiðagili: Heiðrún Jóhannsdóttir, Dragana Kovacevic, Margrét Elva Jónsdóttir, Erla Rebekka Guðmundsdóttir og Svala Rut Stefánsdóttir, fyrir framúrskarandi starfshætti, jákvæðni og gleði.

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan