Fræðsluráð afhendir viðurkenningar

Hópurinn ásamt Ingibjörgu Isaksen formanni fræðsluráðs.
Hópurinn ásamt Ingibjörgu Isaksen formanni fræðsluráðs.

Fimmtudaginn 14. júní boðaði fræðsluráð til samverustundar í Hofi – Hömrum, þar sem nemendum, kennurum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í störfum, skólaárið 2017-2018.

Óskað var eftir tilnefningum frá starfsfólki skóla og foreldrum um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðsluráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðsluráðs til samþykktar.

Karl Frímannsson, sviðsstjóri fræðslusviðs, bauð gesti velkomna og kynnti atriði frá Tónlistarskólanum en það voru systurnar Sólrún Svava og Sunneva Ævarsdætur sem spiluðu á fiðlu og selló, sænskt þjóðlag. Að því loknu afhenti Ingibjörg Isaksen, formaður fræðsluráðs, viðurkenningar. Að dagskrá lokinni var gestum boðið að þiggja veitingar.

Viðurkenningar hlutu:

Tumi Snær Sigurðsson, nemandi í Brekkuskóla, fyrir vandvirkni í störfum, einstaka hjálpsemi og víðsýni í hugsun.

Dagbjört Elva Kristjánsdóttir, nemandi í Giljaskóla, fyrir félagslega færni, vandvirkni og metnað í námi.

María Catharina Ólafsdóttir Gros, nemandi í Giljaskóla, fyrir einstakan árangur í íþróttum, elju og úthald í námi.

Ásbjörn Garðar Yngvason, nemandi í Hlíðarskóla fyrir einstaka samviskusemi í námi og framfarir í félagsfærni.

Bryndís Þóra Björnsdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir framúrskarandi námsárangur og að vera jákvæður leiðtogi.

Halldór Birgir Eydal, nemandi í Síðuskóla, fyrir þrautseigju og einstaka frammistöðu í námi og félagslífi.

Elín Sigríður Eyjólfsdóttir, ritari/umsjónarmaður Frístundar Giljaskóla, fyrir dugnað og útsjónarsemi í fjölþættum störfum í þágu Giljaskóla.

Birna Margrét Arnþórsdóttir, kennari Lundarskóla, fyrir fagmennsku, metnað og skipulag í kennslu og starfsháttum.

Hulda Guðný Jónsdóttir og Andrea Diljá Ólafsdóttir, kennarar Síðuskóla, fyrir hlýtt viðmót og sköpunargleði með fjölbreyttum hópi nemenda.

Fjóla Kristín Helgadóttir, Oddeyrarskóla, Vala Stefánsdóttir, Giljaskóla, Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir, Lundarskóla, Steinunn H. Jónsdóttir, Brekkuskóla, Aðalheiður Skúladóttir, Naustaskóla, Helga Halldórsdóttir, Glerárskóla og Anna Bergrós Arnarsdóttir, Síðuskóla, fyrir eljusemi, lausnamiðaða hugsun og skapandi hugmyndir í vinnu valgreinanefndar grunnskólanna.

Ólöf Pálmadóttir, Kristjana I. Gunnarsdóttir, Fríða Rún Guðjónsdóttir, Kristbjörg Guðmundsdóttir og Kristín Linda Helgadóttir, leikskólanum Pálmholti, fyrir metnaðarfulla , faglega og fjölbreytta kennsluhætti í lestri og stærðfræði.

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan