Fræðslu- og lýðheilsuráð afhendir viðurkenningar

Frá athöfninni á föstudag.
Frá athöfninni á föstudag.

Föstudaginn 29. apríl sl. boðaði fræðslu- og lýðheilsuráð til samverustundar í Hofi, Hömrum, þar sem nemendum og starfsfólki leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skólastarf skólaárið 2021-2022.

Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir vinna. Viðurkenningin er einnig staðfesting á að viðkomandi nemandi, starfsmaður eða skóli er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenningin nær til.

Óskað var eftir tilnefningum frá skólasamfélaginu um nemendur, starfsfólk eða verkefni sem talin voru hafa skarað fram úr í starfi skólanna á síðasta skólaári. Valnefnd, sem skipuð var fulltrúum frá fræðslu- og lýðheilsuráði, Samtökum foreldra og Miðstöð skólaþróunar við HA, fór yfir allar tilnefningar og lagði fram tillögu til fræðslu- og lýðheilsuráðs til samþykktar.

Athöfnin hófst á tónlistaratriði en það var Mahaut Ingiríður Matharel, nemandi í Tónlistarskólanum á Akureyri, sem flutti An Priére eftir Fauré ásamt Daníel Þorsteinssyni meðleikara. Eva Hrund Einarsdóttir formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs afhenti síðan 24 viðurkenningar til nemenda og starfsfólks.

Viðurkenningar hlutu:

  • Clara Victoria Höller, nemandi í Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi árangur í námi – sérstaklega í íslensku.
  • Sigrún Karen Yeo, nemandi í Glerárskóla, fyrir jákvæðni, listræna hæfileika og fyrir að vera framúrskarandi félagi.
  • Sigrún Dalrós Eiríksdóttir, nemandi í Glerárskóla, fyrir leiðtogahæfni, að vera jákvæð fyrirmynd og góður félagi.
  • Patrekur Ingólfsson, nemandi í Hríseyjarskóla, fyrir samskiptahæfni, að vera jákvæð fyrirmynd ásamt því að bæta og auðga bekkjar- og skólaandann.
  • Lilja Gull Ólafsdóttir, nemandi í Lundarskóla, fyrir góðan námsárangur, leiðtogahæfileika, frábæra frammistöðu í íþróttum og tónlistarnámi ásamt að vera jákvæð fyrirmynd.
  • Amanda Eir Steinþórsdóttir, nemandi í Naustaskóla, fyrir listsköpun og að láta fjölbreytileika og jafnrétti skipta sig miklu máli.
  • Richard Örn Blischke, nemandi í Naustaskóla, fyrir góðan námsárangur, hjálpsemi, þrautsegju og almenna vinnugleði.
  • Natalía Rós Friðriksdóttir, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera metnaðarfull, jákvæð, umhyggjusöm og góður skólaþegn.
  • Sigþór Árni Sigurgeirsson, nemandi í Oddeyrarskóla, fyrir að vera jákvæð fyrirmynd í námi, hegðun og framkomu.
  • Hugrún Sigmundsdóttir, Hulduheimar – Sel, fyrir fagleg vinnubrögð með hagsmuni barna í fyrirrúmi.
  • Sævar Árnason, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi stærðfræðikennslu.
  • Sólrún Eyfjörð Torfadóttir, Brekkuskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti.
  • Fríða Pétursdóttir, Glerárskóla, fyrir framúrskarandi kennslu, fagmennsku og jafningjastuðning, sérstaklega við nýliða.
  • Ásdís Elva Kristinsdóttir, Giljaskóla, fyrir framúrskarandi kennsluhætti.
  • Kristín Irene Valdemarsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku, jákvæðni, að vera góður samstarfsfélagi og vinnu með líðan nemenda í skólastarfi.
  • Margrét Rún Karlsdóttir, Lundarskóla, fyrir fagmennsku, þekkingu, reynslu og framúrskarandi starfshætti.
  • Guðrún Valdís Eyvindsdóttir, Naustaskóla, fyrir að vera öflugur stuðningsfulltrúi með stórt hjarta.
  • Kristín Hallgrímsdóttir, Oddeyrarskóla, fyrir framúrskarandi starfshætti og hlýlegt viðmót.
  • Helga Lyngdal, Síðuskóla, fyrir vel unnin störf sem deildarstjóri.
  • Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir, Síðuskóla, fyrir nýbúakennslu.
  • Klappir, fyrir innleiðingu réttindaskóla Unicef, þar sem barnasáttmáli sameinuðu þjóðanna er hafður að leiðarljósi í öllu starfi skólans.
  • Kiðagil – starfsmenn Sóleyjar, fyrir faglega nálgun í læsi.
  • Kiðagil – starfsmenn Gleym mér ei, fyrir faglega nálgun í læsi.
  • Naustaskóli – kennarar á miðstigi, fyrir þróunarverkefni í íslensku – Strákar lesum saman – Læsi fyrir lífið.

Öllum verðlaunahöfum er óskað til hamingju með glæsilegan árangur og vel unnin störf við leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan