Frábær árangur leikskólans Iðavalla

Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri hlaut bronsið eða 3. sæti í eLearning Awards keppninni sem er hluti af Eschola saminnuverkefni evrópska skólanetsins, menntamálaráðuneyta 26 Evrópuríkja og evrópsku ráðherranefndarinnar. Markmið keppninnar er að verðlauna framúrskarandi upplýsinga- og samskiptaverkefni í leikskólum og voru alls 600 verkefni víðs vegar að úr heiminum skráð til þátttöku í keppninni. Verðlaunaathöfnin fór fram í Genf í Sviss 9. október sl. og voru höfundar vefjarins Arnar Yngvason og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, ásamt leikskólastjóra Iðavalla Kristlaugu Svavarsdóttur, viðstaddir afhendingu verðlaunanna í Grand Théatre. Í ummælum dómnefndar segir meðal annars um vefinn að það sé "endurnærandi að sjá svo vandaðan vef sem sé sérstaklega ætlaður börnum." Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Iðavallar, www.idavollur.akureyri.is

Iðavöllur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan