Förum varlega í umferðinni

Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Unnið er að snjómokstri í húsagötum ásamt öðrum mokstri í bænum. Mikil vinna fer í að hreinsa bæinn eftir úrkomu undanfarinna daga. Unnið verður að mokstri um helgina og ætti hugsanlega að nást að fara í gegnum flestar götur fyrir mánudag. Á þeim tímapunkti verður bærinn þó langt í frá því að vera fullmokaður þar sem víða á eftir að moka frá gatnamótum og gangbrautum og keyra burtu snjó.

Akureyrarbær biður vegfarendur að vera tillitsama í umferðinni og sýna varkárni á ferðum sínum um bæinn. Förum varlega í umferðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan