Förum varlega í hálkunni

Mikil hálka er á götum, gangstéttum og stígum á Akureyri og er rétt að hvetja fólk til að fara varlega. Hálkan er lúmsk, enda er víða snjór yfir öllu, en færið er mjög slæmt. 

Unnið er að því að hálkuverja gagnstéttir og stíga um allan bæ. 

Samkvæmt veðurspá er útlit fyrir hálku næstu daga og jafnvel stóran hluta vikunnar. 

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar hefur komið fyrir haug af grófum sandi norðan við Ráðhúsið, Geislagötu 9 (við grenndarstöðina) og á Rangárvöllum. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan