Foreldrar skipta mestu máli

Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrarbæjar efna til foreldrafræðslu í Brekkuskóla miðvikudagskvöldið 14. nóvember frá kl. 20-21.30. Allir foreldrar eru hvattir til að mæta og hlýða á fróðleik um líf unglinga nú til dags og taka þátt í umræðum um málefni þeirra.

Haldin verður stutt kynning á félagsmiðstöðvum Akureyrarbæjar en að því loknu fjallar Anna Hildur Guðmundsdóttir um unglingsárin, vímuefni og fíkn. Kynntar verða niðurstöður könnunar sem send var heim til foreldra unglinga í 9. bekk á Akureyri en þar kemur ýmislegt áhugavert fram sem vert er að kynna sér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan