Forauglýsing um útboð - Móahverfi, A. áfangi

Forauglýsing þessi er til að upplýsa verktaka um að framundan er útboð á evrópska efnahagssvæðinu fyrir A. áfanga Móahverfis. Verkkaupar eru Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar (UMSA) og Norðurorka.

Móahverfi er nýtt íbúðahverfi á Akureyri sem er staðsett suðvestan Borgarbrautar og norðvestan núverandi íbúðarbyggðar í Giljahverfi og suðvestan við Síðuhverfi. Skipulagssvæðið er um 45 ha og afmarkast svæðið af lóðarmörkum við Urðargil, Vestursíðu og Borgarsíðu í austri, framhaldi af Síðubraut í norðvestri og af 100 m hæðarlínu í suðvestri. Móahverfi er skipulagt með blöndu af fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum.

Gildandi deiliskipulagsuppdrátt fyrir Móahverfi má nálgast á vefsíðu Skipulagsstofnunar Deiliskipulag Móahverfi

Þær götur sem tilheyra A áfanga eru Síðubraut, Langimói, Lyngmói (a-mói), Lautarmói (b-mói), Holtamói (c-mói), Höfðamói (d-mói), Heiðarmói (e-mói), Háimói (f-mói), Hagamói (g-mói), Hlíðarmói (h-mói), Hrísmói (i-mói) og Lækjarmói (u-mói) skv. gildandi deiliskipulagi.

A áfangi verksins inniheldur því u.þ.b. 3 km af götum og gangstéttum, um 2 km af göngustígum og tilheyrandi fráveitu- og neysluvatnslagnir, ásamt lögnum fyrir hitaveitu, rafveitu og fjarskiptalagnir. Nákvæmar magntölur verksins munu koma fram í útboðsgögnum sem áætlað er að birta þann 24. apríl 2023.

Viðmiðunardagsetningar útboðsferlisins eru eftirfarandi:
Forauglýsing birt á evrópska efnahagssvæðinu (TED): 17. mars 2023
Útboðsgögn aðgengileg: 24. apríl 2023
Fyrirspurnarfrestur: 2. maí 2023
Svarfrestur fyrirspurna: 5. maí 2023
Opnun tilboða: 9. maí 2023
Upphaf framkvæmdatíma: Við töku tilboðs
Lok framkvæmdatíma: 15. október 2024

Útboðsgögn verða aðgengileg þann 24. apríl 2023 á útboðsvef Akureyrarbæjar. Í útboðsgögnum munu helstu stærðir og magntölur verksins koma fram.

Opnun tilboða fer fram rafrænt

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan