Folf við Heimskautsbaug

Myndir: Haukur Hauksson
Myndir: Haukur Hauksson

Í vikunni stóð Kiwanisklúbburinn Grímur að uppsetningu folfvallar í Grímsey.

Folf er íþrótt sem er nokkurs konar bræðingur af frisbí og golfi. Þar reyna menn að kasta frisbí-diskum í sérútbúnar körfur á þar til gerðum völlum og reyna menn að fara hverja braut í sem fæstum köstum. Íþróttin nýtur vaxandi vinsælda á Íslandi og er völlurinn í Grímsey nýjasta viðbótin við slíka velli hérlendis.

Völlurinn er með 9 körfum og gerir íbúum og gestum kleift að stunda þessa skemmtilegu íþrótt í námunda við heimskautsbauginn.

Myndirnar hér að neðan eru frá uppsetningu vallarins og af þeim vaska hópi sem kom að verkinu.

Verkefnið var styrkt af Brothættum byggðum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan