Flestir völdu gildandi aðalskipulag

Flestir völdu gildandi aðalskipulag þar sem hús geta verið 3-4 hæðir.
Flestir völdu gildandi aðalskipulag þar sem hús geta verið 3-4 hæðir.

Niðurstaða liggur fyrir í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar sem lauk á miðnætti.

Alls tóku 3.878 íbúar sveitarfélagsins þátt eða um 26% þeirra sem uppfylltu skilyrði til þátttöku.

Flestir greiddu gildandi aðalskipulagi atkvæði, eða 67% þeirra sem tóku þátt. Þar á eftir kom auglýst tillaga þar sem hús geta verið 6-8 hæðir og því næst málamiðlunartillaga með 5-6 hæða húsum að hámarki.

Úrslitin eru eftirfarandi:

 

Kosningin var opin í þjónustugáttinni 27.-31. maí. Allir íbúar, 18 ára og eldri, með lögheimili í sveitarfélaginu gátu tekið þátt. Niðurstaðan er bæjarstjórn ráðgefandi, enda var markmiðið fyrst og fremst að kanna vilja íbúa gagnvart uppbyggingu á svæðinu.

Þeim fjölmörgu íbúum sem tóku þátt er þakkað kærlega fyrir þeirra framlag.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan