Fjórtán Akureyringar á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Keppendur Íslands ásamt Aroni Mána Sverrissyni skíðamanni í SKA sem var fánaberi Íslands á setningar…
Keppendur Íslands ásamt Aroni Mána Sverrissyni skíðamanni í SKA sem var fánaberi Íslands á setningarhátíðinni. Mynd: ÍSÍ.

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram þessa dagana í Sarajevó og Austur-Sarajevó í Bosníu-Hersegóvínu. Hátíðin er nú haldin í fjórtánda sinn. Þar er keppt í alpagreinum, skíðaskotfimi, skíðagöngu, íshokkí, krullu, listskautum, skautahlaupi og snjóbrettagreinum.

Íþrótta- og ólympíusamband Íslands sendi tólf keppendur á hátíðina. Af þessum tólf keppendum eru tíu frá Akureyri. Skíðafélag Akureyrar á níu keppendur, þrjá í alpagreinum, fjóra í snjóbrettagreinum og tvo í skíðagöngu. Skautafélag Akureyrar á fulltrúa Íslands í listskautum á hátíðinni. Að auki eru fjórir af fimm þjálfurum hópsins frá Akureyri.

Þessi fjöldi Akureyringa á hátíðinni er fagnaðarefni og sýnir styrk og mátt barna- og unglingastarfs í vetraríþróttagreinum á Akureyri.

Akureyrarbær óskar keppendum góðs gengis á hátíðinni sem stendur til 16. febrúar.

Nánari fréttir og upplýsingar um Vetrarólympíuhátíðina er að finna á vefsíðu ÍSÍ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan