Fjölgun gjalddaga fasteignagjalda

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Einstaklingar sem eiga íbúðarhúsnæði á Akureyri og hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli í kjölfar Covid-19 faraldursins, geta nú sótt um að fjölga gjalddögum þeirra fasteignagjalda sem eftir eru á árinu og þannig dreift greiðslum. Sex gjalddagar geta komið til dreifingar, frá apríl til september, en hægt er að sækja um að þeir verði níu og sá síðasti þá 3. desember.

Sótt er um í þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins, Akureyri.is, undir „Umsóknir".

Umsóknarfrestur fyrir hvern gjalddaga er til loka sama mánaðar. Þannig verður apríl til dæmis ekki tekinn með í dreifingu gjalddaga nema sótt sé um fyrir 30. apríl nk.

Þessi rýmkun gjalddaga er hluti af aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar til að bregðast við samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum Covid-19.

Unnið er að útfærslu gjalddaga fyrir atvinnuhúsnæði í bænum og verður það kynnt fljótlega eftir páska.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan