Upplýsingar um íþróttastarf á átta tungumálum

Mynd úr bæklingi ÍSÍ og UMFÍ
Mynd úr bæklingi ÍSÍ og UMFÍ

Akureyrarbær vekur athygli á bæklingi sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands hafa gefið út um ávinning þess að stunda íþróttir með íþróttafélagi. English and Polish below.

Efnið er aðgengilegt á ensku, pólsku, arabísku, filippseysku, litháísku, tælensku, víetnömsku og íslensku. Markmiðið er að auka þátttöku barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka þessara barna er umtalsvert minni en þeirra sem búa á heimilum þar sem er töluð íslenska. 

Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins, upplýsingar um æfingagjöld, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra, kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi og fleira. 

Hér á heimasíðu UMFÍ eru nánari upplýsingar og hægt að nálgast bæklingana á rafrænu formi.

English:
The Icelandic Youth Association (UMFÍ) and The National Olympic and Sport Association (ÍSÍ) have published a new brochure with information on the operations of the youth and sports organizations in Iceland. The brochure contains information about organized sporting activities, the benefits of exercise, participation fees at sports clubs and leisure subsidies and parental participation. More information.

Polish:
Islandzkie Stowarzyszenie Młodzieży (UMFÍ) i Krajowe Stowarzyszenie Olimpijskie i Sportowe (ÍSÍ) opublikowały nową broszurę zawierającą informacje o działaniach organizacji młodzieżowych i sportowych w Islandii. Broszura zawiera informacje o zorganizowanych zajęciach sportowych, korzyściach płynących z ćwiczeń, opłatach za uczestnictwo w klubach sportowych i formach spędzania wolnego czasu oraz uczestnictwie rodziców. Zobacz więcej informacji

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan