Fjöldi verkefna í Hrísey og Grímsey hlaut styrki

Kletturinn Borgin í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadóttir
Kletturinn Borgin í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnin "Hrísey, perla Eyjafjarðar" og "Glæðum Grímsey" í maí 2017.

Í Hrísey voru til úthlutunar fimm milljónir króna og bárust alls tíu umsóknir um styrki. Eftir að auglýst var, hækkaði Byggðastofnun þann pott sem til ráðstöfunar var um fjórar milljónir. Því voru alls níu milljónir í pottinum. Á fundi verkefnisstjórnar sl. fimmtudag var farið yfir styrkumsóknirnar og þær metnar. Ákveðið var að styrkja átta verkefni, einu var hafnað og einu var frestað til næsta fundar verkefnisstjórnar.

Eftirfarandi verkefni fengu styrk að þessu sinni:

  • Markaðssetning á Hrísey sem vetraráfangastað. Umsækjandi: Ferðamálafélag Hríseyjar. Kr. 350.000.
  • Hljóðfærasafn í Sæborg. Umsækjandi: Leikklúbburinn Krafla. Kr. 220.000.
  • Víkingasalt á Kríunesi. Umsækjandi: Íslenska saltbrennslan ehf. Kr. 1.500.000.
  • Aukin framleiðslugeta og jafnari gæði. Umsækjandi: Hrísiðn. Kr. 1.200.000.
  • Markaðsrannsókn og markaðsherferð. Umsækjandi: Hríseyjarbúðin ehf. Kr. 1.000.000.
  • Berjarækt í Hrísey. Umsækjandi: Jónína S. Þorbjarnardóttir. Kr. 200.000.
  • Til fyrra horfs. Umsækjandi: Kraka ehf. Kr. 300.000.
  • Landnámsegg. Umsækjandi: Landnámsegg ehf. Kr. 1.000.000.

Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af styrkfé ársins verði auglýst til úthlutunar seinna á árinu.

Í Grímsey voru til úthlutunar sex milljónir króna og bárust alls fimm umsóknir um styrki. Eftir að auglýst var hækkaði Byggðastofnun þann pott sem til ráðstöfunar var sömuleiðis um fjórar milljónir. Því voru alls tíu milljónir í pottinum.

Á fundi verkefnisstjórnar sl. fimmtudag var farið yfir styrkumsóknir og þær metnar. Ákveðið var að styrkja allar umsóknirnar.

Eftirfarandi verkefni fengu styrk:

  • Sveinsstaðir Guesthouse. Umsækjandi: Arctic Trip ehf. Kr. 1.900.000.
  • Brú yfir í Borgina. Umsækjandi: Rannveig Vilhjálmsdóttir. Kr. 1.150.000.
  • Frisbígolfvöllur í Grímsey. Umsækjandi: Kiwanisklúbburinn Grímur. Kr. 1.800.000.
  • Vefsíða fyrir gistiheimilið Bása. Umsækjandi: Gistiheimilið Básar. Kr. 700.000.
  • Vistvæn orkuvinnsla í Grímsey. Umsækjnadi: JT Consulting ehf. Kr. 1.500.000.

Heildarupphæð styrkja að þessu sinni er því kr. 7.050.000. Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af styrkfé ársins verði auglýst til úthlutunar seinna á árinu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan