Fjölbreytt sumarstörf í boði

Óskað er meðal annars eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum til að að sinna afleysingum í suma…
Óskað er meðal annars eftir slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum til að að sinna afleysingum í sumar.

Akureyrarbær auglýsir um þessar mundir fjölbreytt og spennandi sumarstörf hjá sveitarfélaginu. Á hverju ári er ráðið fjölmargt sumarstarfsfólk hjá Akureyrarbæ og er sama uppi á teningnum að þessu sinni.

Hér á heimasíðunni er hægt að skoða nánar auglýst störf hjá sveitarfélaginu og sækja um. Athugið að nokkrar auglýsingar um sumarstörf eiga eftir að bætast við á næstu vikum.

Óskað er meðal annars eftir fólki til að sinna velferðarþjónustu af ýmsum toga, svo sem við eldri borgara og fatlað fólk, slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum til að sinna afleysingum hjá Slökkviliði Akureyrar, og starfsfólki í leikskóla svo dæmi séu nefnd.

Þegar nær dregur sumri verður opnað fyrir umsóknir um störf í Vinnuskóla Akureyrar sem oft er mikilvægt fyrsta skref ungmenna á vinnumarkaði.

Einnig stendur bærinn fyrir atvinnuátaki fyrir 18-25 ára. Bæjarráð hefur samþykkt að tímafjöldi í atvinnuátakinu verði sá sami og undanfarin ár, 175 tímar á hvern starfsmann.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan