Fjölbreytt og spennandi tómstundanámskeið

Námskeið í brjóstsykursgerð njóta mikilla vinsælda.
Námskeið í brjóstsykursgerð njóta mikilla vinsælda.

Tómstundanámskeið á Punktinum í Rósenborg eru komin vel af stað þetta haustið með spennandi nýjungum, frábærum leiðbeinendum og miklu úrvali áhugaverðra námskeiða fyrir börn á aldrinum 9-12 ára.

Á námskeiðunum er sem fyrr lögð áhersla á sköpun á fjölbreyttum sviðum sjónlista, tré- og handverk, en vegna mikils áhuga og fjölda fyrirspurna hefur námskeiðum á öðrum sviðum einnig verið fjölgað. Má þar nefna nýtt sjálfstyrkinganámskeið, tæknilegó og brjóstsykursgerðina sívinsælu.

Hér er hægt að skoða úrvaliðEinnig er hægt að fylgjast með á Facebook og Instagram 

Gerðar hafa verið nokkrar breytingar á fyrirkomulagi námskeiða og skráningu til að efla tómstundastarfið. Skráningin fer fram í Nóra kerfinu, er opin yfir alla önnina en er ekki bundin hverjum skóla fyrir sig. Einstök námskeið eru aldursskipt og ákveðin námskeið eru lengri og viðameiri en áður. Vegna Covid-19 og sóttvarnaráðstafana hafa ekki verið persónulegar kynningar á námskeiðunum í skólum bæjarins en í stað þess er lögð aukin áhersla á góða kynningu á vefmiðlum.

Rétt er að hvetja fólk til að kynna sér það sem er í boði á Punktinum. „Hér er mjög góð aðstaða fyrir einstaklinga og hópa til að koma og vinna að listsköpun og handverki sem kjörið er að nýta til að stækka sjóndeildarhringinn. Leitast er við að gefa börnunum frelsi til að prófa sig áfram að eigin frumkvæði undir styrkri leiðsögn reyndra leiðbeinenda,“ segir Halla Birgisdóttir, forstöðumaður tómstunda.  

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan