Fékkstu góða hugmynd?

Verksmiðjan er á jarðhæð hússins að Glerárgötu 34.
Verksmiðjan er á jarðhæð hússins að Glerárgötu 34.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Akureyrarbær bjóða fólki sem hefur hug á að stofna fyrirtæki, aðstöðu gegn mjög vægu gjaldi í Glerárgötu 34, Akureyri. Nýsköpunarmiðstöð býður einnig upp á leiðsögn við undirbúning, stofnun og rekstur fyrirtækja án endurgjalds.

Ef þú ert með viðskiptahugmynd sem þú vilt hrinda í framkvæmd þá gæti Verksmiðjan frumkvöðlasetur verið réttur vettvangur fyrir þig.

Frekari upplýsingar og umsóknarform er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og hjá Sigurði Steingrímssyni, sigurdurs@nmi.is, sími 522 9435.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan