Fagna skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins og eflingu innanlandsflugs

Titan Airways lenti á Akureyrarflugvelli á mánudag með fyrstu farþega vetrarins á vegum bresku ferða…
Titan Airways lenti á Akureyrarflugvelli á mánudag með fyrstu farþega vetrarins á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super Break. Mynd: Markaðsstofa Norðurlands.

Á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær, þriðjudaginn 11. desember, var samþykkt eftirfarandi bókun með 11 samhljóða atkvæðum:

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar nýútkominni skýrslu um uppbyggingu flugvallakerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs. Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna. Þá telur bæjarstjórn að jöfnun aðgengis landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum með niðurgreiðslum á fargjöldum í innanlandsflugi geti verið ein stærsta byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í á síðari árum. Bæjarstjórn hvetur Alþingi til þess að veita tillögunum framgang, svo að þær komist til framkvæmda hið fyrsta.

Fundargerðin í heild sinni ásamt fylgiskjölum með fundarliðum.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan