Faglærðir kennarar allt að 99%

Mynd: Auðunn Níelsson.
Mynd: Auðunn Níelsson.

Kennsla og almennt starf er nú hafið í öllum grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar. Ahygli vekur að hlutfall faglærðra og háskólamenntaðra í kennarahópnum er hátt og hefur hækkað hægt og bítandi í gegnum árin.

Nemendur í leikskólum Akureyrarbæjar í vetur eru um 980 en grunnskólanemar eru 2.730. Í haust hófu 276 börn leikskólagöngu en 285 hófu skólagöngu í 1. bekk grunnskólanna. Af leikskólabörnunum eru 53 um eins og hálfs árs eða fædd í janúar, febrúar og mars 2017.

Búið er að ganga frá ráðningum í leikskólana og er hlutfall leikskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna um 90%. Hlutfall grunnskólakennara og annarra háskólamenntaðra starfsmanna við kennslu í grunnskólum bæjarins er um 99%.

Í lok ágúst voru 25 dagforeldrar starfandi á Akureyri og 3 nýir voru væntanlegir til starfa. Verið er að ganga frá skráningu í síðustu lausu plássin.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan