Ertu skapandi og vantar sumarstarf?

Það er ýmislegt brallað í skapandi sumarstörfum hjá Akureyrarbæ.
Það er ýmislegt brallað í skapandi sumarstörfum hjá Akureyrarbæ.

Akureyrarbær býður skapandi sumarvinnu fyrir 18-25 ára ungmenni í fimm vikur í sumar. Unnið er sjö tíma á dag virka daga, samtals 175 vinnustundir. Ungmennum sem fædd eru á árunum 1993-2000 og hafa lögheimili á Akureyri er gefinn kostur á að sækja um þessa vinnu.

Vakin er athygli á því að umsóknarfrestur rennur út á morgun, miðvikudaginn 13. júní.

Í boði eru tvö tímabil og eru umsækjendur beðnir að setja inn sitt óska tímabil í athugasemdir í umsókninni.

  • Fyrra tímabil: 13. júní til 18. júlí 2018
  • Seinna tímabil: 13. júlí til 20. ágúst 2018

Verkefni sumarsins:

Áhersla verður á samþættingu mismunandi listforma, til að mynda ljósmyndunar, gjörninga, skúlptúrs, hönnunar, tónlistar, vídeólistar, teikningar og fleira. Starfsmenn munu njóta handleiðslu verkefnastjóra sem er myndlistarmaður. Nánari áherslur, verkefni og markmið starfsins í sumar verða unnin í sameiningu af starfsmönnum og verkefnastjóra.

Hæfniskröfur:

Leitað er að listrænum einstaklingum sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og hafa áhuga á mismunandi listgreinum.

Nánari upplýsingar veitir Kjartan Sigtryggsson í síma 852 1255 eða á netfangið kjartan@akureyri.is.

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Aðgengi að tölvu og aðstoð við innskráningu umsókna stendur til boða í þjónustuanddyri Ráðhússins.

Þar sem auglýsing þessi birtist eingöngu í staðarblöðum hér á Akureyri þá vinsamlegast látið nemendur með lögheimili á Akureyri sem nú stunda nám á öðrum stöðum á landinu vita af henni.

Umsóknarfrestur er til 13. júní 2018.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan