Erlendir listamenn í Gamla skóla

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti bærinn sex styrki til erlendra listamanna til dvalar í Gamla skóla í Hrísey næstkomandi október og nóvember. Gamli skóli gegnir nú hlutverki vinnuseturs og er innréttaður með vinnustofu og þremur svefnherbergjum til útleigu fyrir listamenn hvaðanæva úr heiminum. 

Listahópurinn Norðanbál á og rekur Gamla skóla og er markmið hans að listamenn fái möguleika til þess að starfa tímabundið í Hrísey gegn vægu gjaldi. Hefur þessi rekstur gengið um nokkurt skeið og áhugi erlendra listamanna á dvöl í Hrísey eykst stöðugt. 

Mikil eftirspurn var eftir styrkjunum og sóttu tæplega 100 manns um plássin sex. Fyrirhugað er að listamennirnir haldi sýningu við lok dvalar. 

Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í október:
Chloe Feldman Emison frá Bandaríkjunum, Darr Tah Lei (Silvia Perreira) frá Portúgal og Romy Rakoczy frá Þýskaland. Þau sýna í Hrísey helgina 26.-28. október . 

Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í nóvember:
Joanne Pang Rui Yun frá Singapore, Mary Kate Maher frá Bandaríkjunum og Csabi Kalotas og Hanna Tardos frá Ungverjalandi. Þau sýna í Hrísey helgina 23.-25. nóvember. 

Heimasíða Norðanbáls.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?