Átt þú barn á leikskólaaldri? Þá er mjög mikilvægt að hafa í huga að öllum umsóknum um leikskóla vegna innritunar haustið 2025 og umsóknum um flutning á milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar nk. Umsóknum er skilað inn á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri fyrir haustið 2025 fer fram í mars og apríl nk. Þá fá foreldrar nýrra nemenda send innritunarbréf frá leikskólunum í tölvupósti.
Innritað er í hvern skóla eftir kennitölum umsækjenda. Fjöldi umsókna í hvern skóla ræður að stórum hluta aldursamsetningu á deildum og því verður ekki ljóst fyrr en eftir 1. mars nk. hvaða leikskólar koma til með að innrita 12 mánaða gömul börn til viðbótar við Iðavöll, Hulduheima og Tröllaborgir.
Gera má ráð fyrir að aðlögun geti hafist síðari hluta ágústmánaðar, þ.e. eftir að verðandi grunnskólabörn hætta í leikskólunum. Tímalengd aðlögunartímabilsins fer eftir fjölda barna í aðlögun á hverri deild. Aðlögun barna tekur sinn tíma og því má gera ráð fyrir að hún geti staðið yfir fram í októbermánuð.
Foreldrum bent á að smella hér til að kynna sér reglur um leikskólaþjónustu.